Að prenta út stök lánþegaskírteini

Breytt Tue, 23 Apr 2024 kl 10:19 AM



Hægt er að nota skýjaforrit sem sækir upplýsingar um staka lánþega svo hægt sé að prenta út stök lánþegaskírteini á strikamerkjaprentara.





Til þess að nota forritið þarf að virkja það með því að smella á miðstöð skýjaforrita (sjá Efsta valmyndin) leita að forriti sem heitir   „CIL Nafnspjald“ og velja „Virkja“.





Lánþegar þurfa að vera á skjánum til þess að forritið geti lesið lánþegaupplýsingarnar. Það er t.d. hægt að fletta lánþeganum upp undir notendur eða opna lánþegaþjónustusíðu lánþegans. Svo skal smella á forritið. 







Þá kemur upp gluggi með nafni lánþegans sem valkost.  Með því að smella á þrípunktana er hægt að komast í stillingar fyrir forritið. 




Þar skal velja hvernig rúllu er verið að nota í prentaranum og hvort eigi að prenta út strikamerki eða kenntölu á lánþegaskírteinið. 


Þegar búið er að laga stillingar skal velja „Vista“og smella á „Til baka“.


 

  

Að lokum skal smella á lánþegann og þá sýnir forritið hvernig miðinn lítur út sem var valinn í stillingunum. 




Ef þetta er réttur miði skal velja „Prenta


Það þarf að passa að vera með stillt á réttan prentara og velja svo „Prenta“.




Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina