Strikamerki í Excel

Breytt Tue, 23 Apr 2024 kl 10:19 AM

Oft getur komið sér vel að breyta kennitölum í Excelskjölum þannig að þær prentist út sem strikamerki sem hægt er að skanna inn og sendir Landskerfi stundum frá sér slík skjöl, t.d. strikamerkjalista til skóla eftir að búið er að keyra nemendalistana inn.  Til þess að strikamerkin prentist rétt út þarf stafagerðin fyrir strikamerkin að vera á viðkomandi tölvu. Þessi stafagerð kom með gamla Gegni og ef gamli biðlarinn hefur verið settur upp á viðkomandi tölvu ættu strikamerkin að prentast út án vandræða.


Í myndinni hér að neðan er skjáskot úr Excel sem sýnir lista þar sem breyta á kennitölunni í strikamerki. Stafagerðin fyrir strikamerkin er ekki í tölvunni og því sést ekkert strikamerki, bara kennitalan með stjörnu fremst og aftast. Í listanum yfir stafagerðir sem Excel býður upp á er CarolinaBar hvergi að finna. Því þarf að setja stafagerðina inn í tölvuna til þess að fá strikamerkin til að birtast rétt.



 


Með þessari grein fylgja þrjár skrár með þessari stafagerð og til að setja þær inn þarf að vista skrárnar niður á eigin tölvu og tvísmella svo á hverja skrá. Þá opnast gluggi sem sýnir stafagerðina og hér þarf að smella á Install.  Þá ætti Windows að bæta þeim við í listann yfir aðgengilegar stafagerðir. Þegar það er búið getur þurft að velja þá dálka sem eiga að birtast sem strikamerki og segja Excel að nota nýju stafagerðina, hún heitir CarolinaBar-B39-2.5-22x158x720.



Til þess að skannarnir lesi strikamerkin er ekki nóg að breyta bara stafagerðinni heldur þarf að bæta stjörnu (*) fremst og aftast í dálkinn t.d. þarf að standa *12345* í þeim reit sem á að prentast út sem strikamerki til að skanna inn, skanninn les þá 12345 en stjörnurnar eru til að segja skannanum hvar strikamerkið byrja og hvar það endar, skanninn sendir þær ekki með þegar hann sendir tölvunni upplýsingar um hvað skannaðist inn.



Þegar stafagerðin fyrir strikamerkin er komin inn í tölvuna ætti skjalið að líta svona út:



 
TTF
 
CarBar9.ttf
17.28 KB
 
TTF
 
CarBar10.ttf
17.42 KB







Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina