Prentun í Alma

Breytt Tue, 23 Apr 2024 kl 10:22 AM



Athugið að þessar leiðbeiningar eiga ekki við um útprentun á miðum á bækur, þ.e. þessi hefðbundnu strikamerki og kjalmiða útprent sem menn þekkja úr eintakatengingu í gamla Gegni. Þar er notað annað forrit þar sem notandinn þarf að velja prentara sem á að nota. 


Alma reynir að senda sem mest af gögnum í tölvupósti til notenda en sumt er hannað til að prentast út á prentara, þetta eru þá aðallega „frátektarmiðar“ og aðrir miðar sem eiga að fylgja gögnum sem eru í einhverju ferli, t.d. eru sendir í viðgerð, eiga að fara á annað safn o.s.frv. 


Fyrir flest söfn hefur verið sett upp ein prentbiðröð, og er auðkennið á henni safnakóðinn + 01-01-a4, t.d. er prentarinn í afgreiðslunni á Bókasafni Akraness AKRAV-01-01-kv. Þar er líka önnur biðröð, AKRAV-01-01-a4. Þar sem tveir eða fleiri prentarar eru skilgreindir fyrir Bókasafn Akraness þarf starfsfólkið þar að velja hvaða prentara það vill nota þegar það skráir sig inn. Sá sem er í afgreiðslu og vill að útprentin komi á kvittanaprentarann í afgreiðslunni velur þá AKRAV-01-01-kv þegar hann skráir sig inn. En bókavörður sem situr í bakherbergi og er að vinna með gögn vill fá útprentið á prentarann við hliðina á sér og velur því AKRAV-01-01-a4. Ef söfn þurfa fleiri prentara þarf að láta Landskerfi vita og þá er hægt að setja þá upp fyrir safnið. Þessar prentbiðraðir eru einskonar geymslustaðir fyrir það sem á að prentast út, það þarf að segja Alma á hvaða tæki á viðkomandi safni eigi að prenta út.    


Það er þrenns konar verklag sem hægt er að nota fyrir þessi útprent og þarf að velja hvaða verklag menn vilja. Verklag 1 er einfaldast og verklag 3 flóknast. Ef prentpúkinn er settur upp í upphafi (þ.e. verklag 3) þá er lítið mál að breyta um og taka upp einfaldara verklag. Á mörgum söfnum þarf að kalla til tölvumenn til að setja inn forritið fyrir ótengd útlán og því sjálfsagt að biðja um að prentpúkinn sé settur upp í leiðinni.  



Verklag 1  


Þegar notandi skráir sig inn þarf hann að velja staðsetningu og prentara, ef það er meira en einn prentari skilgreindur fyrir safnið. Það er hægt að setja hak í „Enable quick printing“ líka og þá kallar Alma upp prentskipunina í vafranum þegar hún vill prenta eitthvað og þar er hægt að velja prentara og prenta út eða smella á „Hætta við“ til að sleppa því að prenta miðann út. 



Verklag 2 


Ef ekki er hakað við „Enable quick printing“ í vafranum fer öll útprentun úr Alma á svokallaðar prentbiðraðir. Þá er mjög mikilvægt að velja réttan prentara, ef meira en einn prentari er skilgreindur fyrir safnið. Þá fer prentverkið á þá biðröð sem er tilgreind þegar notandinn skráir sig inn en ekkert prentast út. Þess í stað þarf að fylgjast með biðröðinni og prenta út handvirkt eftir þörfum. Hægt er að skoða hvort eitthvað bíði þess að vera prentað út með því að smella á táknið fyrir verkefnalistann 




Þegar smellt er á prentverkið opnast svo ný síða, þar er hægt að velja allt og prenta út eða prenta bara ákveðið prentverk, t.d. einn tiltekinn frátektarmiða. Það þarf sem sagt að fylgjast með prentbiðröðinni og prenta sjálf/ur út. 



Verklag 3 


Nota prentpúkann. Þá þarf að sækja hann og setja upp á tölvu sem getur talað við þann prentara sem á að nota og sú tölva þarf að vera nettengd og geta talað við Alma kerfið. Þegar prentpúkinn er settur upp þarf að segja honum á hvaða prentbiðröð á að hlusta, á hvaða prentara hann á að senda útprentið og hversu oft púkinn á að spyrja Alma hvort það sé eitthvað sem bíður þess að verða prentað út. Hér eru t.d. stillingar fyrir kvittanaprentara í afgreiðslunni á Bókasafni Akraness: Púkinn hlustar eftir nýjum verkum á AKRAV-01-01-kv prentarabiðröðinni og spyr Alma á 30 sekúndna fresti (þ.e. 0.5 mínútna fresti) hvort það sé eitthvað sem á að prenta út. Ef svo er sækir púkinn prentverkið og sendir á prentarann EPSON TM-T20IIII. Hér þarf starfsmaður ekki að gera neitt nema fylgjast með því að prentpúkinn og prentarinn séu í gangi, kerfið sér sjálft um að senda á prentarann og bókavörður þarf þá bara að sækja blaðið í prentarann. 



Það sem kemur í þessar prentbiðraðir er aðallega miðar sem Alma prentar út starfsfólki til þæginda, t.d. miðar um að gagn eigi að flytjast á annað bókasafn, í aðra safndeild, í viðgerð eða eigi að fara í frátektarhillu. Það er misjafnt eftir söfnum hvort Alma sé stillt á að prenta út miða fyrir tiltekið verk. Þannig getur t.d. eitt bókasafn látið kerfið prenta út fyrir sig miða um að gagn eigi að fara í aðra safndeild en annað safn er með kerfið stillt til að prenta ekki slíka miða. 

    

Hér verða menn að meta hvaða verklag hentar þeim best. Ef það gerist sjaldan að kerfið spýti út miðum er senniega einfaldast að nota valkost 1 og hafa alltaf stillt á „Enable quick printing.“ En ef prentglugginn opnast oft þegar verið er að skila og það truflar flæði við afgreiðsluborðinu þá má taka hakið úr „Enable quick printing“ og nota þá valkost 2. eða 3. Það er auðvelt að setja prentpúkann upp og auðvelt að slökkva á honum þannig að söfnin hafa val um hvaða leið þau vilja fara. 

   

Það er vel hugsanlegt að það borgi sig að fá tölvumann til að setja prentpúkann upp og slökkva bara á honum ef menn vilja ekki þessa sjálfvirku prentun, þá er tiltölulega auðvelt að kveikja aftur á honum ef mönnum snýst hugur.     

      

Athugið að þegar búið er að ræsa prentpúkann upp slekkur hann ekki á sér þegar smellt er í X í hægra horninu heldur fer niður á tólastikuna. Til að drepa alveg á honum þarf að fara þangað, smella á hornið ˄ og finna þar táknmyndina fyrir prentpúkann. Þar er hægrismellt og valið „Quit.“ Þá á púkinn að drepa á sér og hætta að fylgjast með prentbiðröðinni. 





Prentpúkinn sóttur og settur upp 


Prentpúkinn er sóttur á vef Landskerfis bókasafna og heitir skráin „alma-print-daemon Setup 2.2.0.exe.zip“ 


Þegar búið er að hlaða niður skránni þarf að afþjappa hana og síðan er uppsetningaforritið keyrt með því að tvísmella á „alma-print-daemon Setup 2.2.0.exe“. Windows notandinn þarf að hafa næg réttindi til að geta sett forritið inn. 

    

Smella á yes” í glugganum sem kemur upp og setja hak í Anyone who uses this computer (all users)” 





Þegar uppsetningarferlinu er lokið þarf að ræsa forritið upp. 

                    

Þegar forritið er keyrt í fyrsta skipti ætti það að líta svona út. 





Fyrst þarf að velja API lykil með því að smella á fellivalmyndina „Veldu safnakjarna“.

 


Síðan smella á „Test API Key“ til að staðfesta að lykillin virki. Ef allt er í lagi á að spretta upp gluggi með textanum „Your API key is valid“. Einstaka sinnum þarf að velja safnakjarnan aftur svo að API lykill virki rétt. Ef það gerist ekki þá er eitthvað að og þarfnast nánari skoðunar. 

   

Vinsamlegast ekki breyta Region stillingunni sem á að vera sett á „Europe“. 


En ef allt er í lagi er næsta skrefið að stilla prent prófílana.


    

Við byrjum á að stilla „Interval in minutes“ sem er tíðnin sem púkinn á að spyrja Ölmu hvort nýtt prentverk sé komið í biðröðina og einingin er mínútur. Til að spyrja á 30 sekúndna fresti er þá sett inn .5 (punktur og fimm).   



Næst er smellt á Add Printer Profile”



Þá þarf að velja þá prentarabiðröð sem verið er að stilla. Prentarabiðraðir eru skilgreindar í Alma og þarf eina prentarabiðröð fyrir hvern prentara sem á að nota. Þegar notendur skrá sig inn í Alma þurfa þeir að segja henni hvar þeir eru að vinna t.d. Afgreiðsla á Bókasafni Akraness og svo hvaða prentbiðröð þeir vilji nota t.d. AKRAV-01-01-kv. Þá fara útprent úr Alma í þá prentbiðröð 



Þegar búið er að velja prentbiðröðina þarf að segja Print daemoninum á hvaða prentara hann eigi að prenta það sem kemur inn í prentbiðröðina og stilla pappírsstærðina. 




Búið er að biðja um að boðið verði upp á möguleika á að velja 8 sm breidd en eins og stendur er skást að velja a5 og portrait stillingar fyrir útprent úr miðaprenturum.


Þegar búið er að setja allar stillingar inn er svo smellt á Save and continue”. Ef hakað er við Auto Start” þá byrjar prentunin um leið og forritið er ræst. Forritið sjálft ræsist upp um leið og tölvan ræsir sig upp og þarf því ekki að muna eftir að kveikja á því í hvert skipti sem tölvan er ræst eða notandi skráir sig inn. 




Þegar forritið er rétt sett upp á það að líta svona út í venjulegri notkun: 



Óhætt er að loka glugganum þar sem forritið heldur áfram að keyra í bakgrunni. 



Til þess að virkja gluggan aftur þarf að opna „Tray“ valmyndina í Windows og smella á „Alma Print Daemon“ myndtáknið. 




Til að slökkva á því þarf að hægri smella á „Alma Print Daemon“ og velja „Quit“ 







Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina