Í gamla Gegni fór allur póstur í gegnum póstþjón sem söfnin þurftu að skaffa sjálf og var mikill höfuðverkur að eiga við.
Í nýja kerfinu eru allir póstar sendir út frá póstþjónum sem eigandi kerfisins, Ex Libris, rekur sjálft. Póstur sem sendur er á lánþega vegna samskipta við Borgarbókasafn, t.d. tilkynningar um að frátekin bók sé komin í hús, tilkynningar um vanskil o.þ.h. eru sendar út með netfangi viðkomandi safns í „From“ línunni.
Flest póstforrit eru með síur til að sigta út ruslpóst og halda innhólfinu tiltölulega hreinu. Eitt af því sem þessi póstforrit gera er að bera saman„From“ línuna við þann póstþjón sem sendir póstinn. Ef þeim upplýsingum ber ekki saman er póstforritið líklegt til að flokka póstinn sem ruslpóst.
Sem dæmi má taka póst sem er sendur á lánþega hjá Héraðsbókasafni Borgarfjarðar til að láta hann vita að bók sem hann á í frátekt sé komin í hús. Í póstinum segir að þetta sé póstur frá [email protected] en póstþjóninn sem sendir póstinn tilheyrir Ex Libris og ekkert sem segir að sá póstþjónn sendi póst fyrir safnahus.is
Fyrir öll lén er til svokölluð DNS færsla sem segir til um hvernig samskiptum við umheiminn er háttað, þar kemur fram IP talan á vefnum sé hann til staðar, hvaða póstþjónn tekur við pósti fyrir lénið o.s.frv. Í þessa DNS færslu er hægt að setja upplýsingar um að tiltekinn póstþjónn megi senda póst í nafni viðkomandi léns. Það eru breytingar sem umsjónarmenn tölvukerfisins þurfa að gera, bókasöfnin geta ekki gert það sjálf.
Ex Libris er með leiðbeiningar um hvernig þetta er gert, sjá hér að neðan.
Við erum að nota Alma uppsetningu í Evrópu og því á að vera nóg að setja inn spf record fyrir þá servera, spf-eu.exlibrisgroup.com.
Sjá nánar á vef Ex Libris:
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina