Að hlaða inn COUNTER gögnum handvirkt

Breytt Tue, 11 Mar kl 9:36 AM

Hægt er að hlaða inn COUNTER gögnum handvirkt inn í Gegni. Skráarsniðin sem hægt er að nota eru xlsx, xls, csv, txt, tsv og JSON.


Farið er í „Hlaða notkunargögnum“ undir Aðföng. 


Smella skal þar á „Hlaða upp skrá“ og þá opnast gluggi sem þarf að fylla inn í. Þar skal byrja á að  velja birgi. Best er að smella á takkann hægra megin til þess að fá upp stærri leitarglugga þar sem er auðveldara að fletta upp viðeigandi birgi. 




Velja skal réttan áskrifanda. Svo skal smella á myndina af skránni og finna rétta skrá í tölvunni. Að lokum skal velja „Hlaða upp skrá“ og þá fer keyrsla af stað sem hleður skránni inn. 



Þegar skráin er tilbúin kemur upp tilkynningargluggi „Verki Hlaða upp notkunargögnum er lokið“, þá er hægt að endurhlaða síðuna til þess að sjá skránna


Einnig er hægt að hlaða inn skrám í gegnum birgjasíðu. Þá er farið í „Birgjar“ undir Aðföng, fundið viðeigandi birgi, smellt á „Notkunargögn“ og undir „Sóttar skrár“ er valið „Hlaða upp skrá“.   




Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina