Að setja upp SUSHI til þess að sækja COUNTER

Breytt Tue, 11 Mar kl 9:28 AM

EFNISYFIRLIT



Hvað er SUSHI og hvað er COUNTER?

SUSHI er notað í Gegni til þess að vinna út úr COUNTER gögnum sem birgjar útvega. COUNTER stendur fyrir Counting Online Usage of NeTworked Electronic Resources og gerir það að verkum að bókasöfn geti notað skýrslur frá birgjum til þess að skoða notkunina á rafrænu efni bókasafnsins. 


Hægt er að sækja COUNTER gögn hjá hverjum og einum birgi og keyra þau handvirkt inn í Gegni en SUSHI (Standardized Usage Statistics Harvesting Initiative) aðgangar gera það að verkum að Gegnir getur sótt COUNTER gögn sjálfvirkt til birgjanna. 


Það er mismunandi hvað þarf frá hverjum birgi til þess að setja upp aðgang. Það þarf að minnsta kosti að setja inn URL og einstaka sinnum þarf að setja inn auðkenni og aðgangsorð, jafnvel API lykil. Hér er listi yfir það sem birgjar vilja að sé sett inn í SUSHI uppsetningu. 



Birgjalistinn

Ef að birgirinn er ekki til á birgjalistanum í Gegni þá þarf að búa hann til. Til þess þarf að vera með heimildina "Stjórnandi birgja". Hægt er að senda inn beiðni á hjalp@landskerfi.is og biðja um að láta bæta við birgi á birgjalistann.


Birgjalistinn getur verið mjög langur og þá er gott að nota leitargluggann til þess að athuga hvort að birgirinn sé til. 



Áður en Sushi aðgangi er bætt við birginn þá stendur einungis t.d. Efnisveitandi“ eða „Leyfisveitandi undir tegund birgis en þegar að Sushi aðgangi hefur verið bætt við stendur einnig Sushi-birgir. Þetta gerir það að verkum að hægt er að sía listann eftir þeim birgjum sem eru með Sushi aðgang stilta hjá sér þegar búið er að setja aðganginn upp. 




Að búa til SUSHI aðgang

Fyrsta sem þarf að gera er að finna birgirinn. Þetta er gert með því að smella á aðföng og finna þar Birgjar undir Grunnkerfi aðfanga. En einnig er hægt að fara í leitargluggann og finna viðeigandi birgi þar. 


Þegar búið er að finna réttan birgi skal smella á þrípunktinn og velja breyta.



 Smella á notkunargögn 



Smella á bæta við SUSHI-reikningi og velja Release 5



Næsta skref er að byrja að skrifa inn nafnið á birginum undir SUSHI-reikningur. Flestir birgjar eru nú þegar til í kerfinu og Gegnir sækir upplýsingar um vefslóð birgisins og setur þær inn.



Ef birgirinn vill að þú notir aðra slóð en það sem er í kerfinu er hægt að nota hnekkja vefslóð reitinn. 



Svo þarf að velja réttan áskrifanda ef að hann er ekki núþegar sjálfvalin. Ef það vantar áskrifanda skal hafa samband við hjalp@landskerfi.is.



Nú er komið að því að fylla inn þær upplýsingar sem að birgirinn biður um fyrir SUSHI aðgang, sjá hér



Að prófa tenginguna

Þegar búið er að fylla út viðeigandi upplýsingar skal smella á Prófa tengingu“. Gegnir sækir skrá sem þarf að opna. Ef það stendur „True“ þá virkar tengingin.  

 


Ef eitthvað er vitlaust skráð kemur tenging mistókst. Einnig kemur tenging mistókst ef birgirinn og upplýsingarnar sem eru settar inn hafa nú þegar verið skráðar.




Mismunandi tegundir skýrslna

Það eru margar mismunandi tegundir af COUNTER skýrslum. Hér eru upplýsingar um hvaða skýrslur eru til. 


PR stendur fyrir Platform reports  - gefur heildaryfirlit 

DR stendur fyrir Database reports - skoðar skýrslur eftir gagnagrunn

TR stendur fyrir Title reports - skoðar skýrslur eftir titil

IR stendur fyrir Item reports - skoðar hvert eintak


Það þarf að velja hvaða gögn SUSHI á að sækja undir „Tegundir notkunarskýrslna“. Smella skal á Bæta við skýrslutegund“ velja viðeigandi skýrslutegund og smella á Bæta við og loka“. Hér þarf að setja inn allar skýrslur sem á að sækja. 



ATH: Það gerir ekkert til þótt að settar eru inn skýrslutegundir sem að birgirinn styður ekki við. 


Það er hægt að athuga hvort að birgirinn styður við þá skýrslutegund sem verið er að biðja um með því að smella á þrípunktinn og velja Prófa tengingu með svari ef tengingin virkar hleður kerfið niður brot úr skýrslu sem hægt er að skoða. 



Ef tengingin virkar ekki koma einungis villuskilaboð, dæmi um villuskilaboð:



Ef tengingin virkar hleður kerfið niður skýrslu með viðeigandi upplýsingum á json sniði. 


Dæmi um skýrslu:




Að skoða keyrslur

ATH: Sushi-keyrslur eru keyrðar 25. hvers mánaðar. Ekki er mælt með því að keyra keyrslur oftar þar sem birgjar uppfæra gögnin sín aðeins einu sinni í mánuði. 


Hægt er að skoða keyrslur með því að fara í „Fylgjast með verkum“ undir Stjórnandi og velja þar „Ferill“. Þar er hægt að sía listann eftir ákveðnu tímabili. Einnig er hægt að velja „Heiti“ og skrifa inn Sushi og fá þannig aðeins upp Sushi keyrslur í kerfinu.



Hér er hægt að sjá hvort að keyrslan hafi verið keyrð og einnig hvort að hún hafi skilað einhverjum villum. Með því að smella á þripunktinn og velja skýrsla er hægt að skoða skýrslurnar sem voru sóttar. 


Hér sést hversu margar skýrslur voru sóttar. Smella þarf á örina til þess að sjá lista yfir allar skýrslur. 


 

Ef tókst að sækja gögn stendur „Completed“


Dæmi um villuskilaboð: 

No usage data available þýðir að ekki tókst að sækja gögn þar sem ekki var búið að uppfæra gögnin hjá birgjanum. 

URL is not good þýðir að það þurfi að skoða vefslóðina í Sushi aðganginum. 


Að skoða sóttar skrár

Til þess að skoða keyrslur í gegnum Sushi aðganginn er hægt að fletta upp viðeigandi birgja, fara í notkunargögn og skoða þar „Sóttar skrár“. 



Ef smellt er á þrípunktinn er hægt að sækja skrárnar og skoða þær en þær eru í JSON skrársniði og því ekki auðskiljanlegar. 


Einnig er hægt að fara í „Hlaða notkunargögnum“ undir „Flytja inn“ undir aðföng og þar er hægt að finna heildarlista yfir allar skýrslur sem hafa verið sóttar í Sushi keyrslu. Ef það stendur ekki „Fullunnið“ undir stöðu þá hlóð keyrslan ekki niður allar skýrslur. Ef staðan er „Engin notkun tiltæk“ þá gæti verið að beðið var um skýrslu sem er ekki í boði hjá þeim tiltekna birgi, sem dæmi ef beðið er um tímarita skýrslu (j report) hjá ProQuest Ebook Central. 


Á þessari síðu er hægt að sía eftir dagsetningu, stöðu, SUSHI-reikning o.fl. 



Ef smellt er á þrípunktinn og farið í „Skoða skýrslu“ er t.a.m. hægt að sjá upplýsingar um hversu margar færslur voru sóttar. Einnig er hægt að hlaða niður COUNTER skýrslunni í JSON skráarsniði. 


Hægt er að skoða heildarlista yfir keyrslur í gluggann „Mánaðarleg notkunargögn“. 



Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina