Sjá myndband neðst á síðunni.
Það er hægt að stilla forsíðuna eftir eigin hentisemi og laga græjurnar sem eru þar í boði.
Til þess að finna þær græjur sem eru í boði fyrir forsíðuna skal smella á plúsinn í hægra horninu á síðunni.
Gott er að virkja eftirfarandi græjur: Verkefni, Tilkynningar og Fyrirspurning og leiðbeiningar.
Verkefnalistinn: Það er mikilvægt að virkja verkefnalistann til þess að fylgjast með verkefnum sem bíða þín. Á verkefnalistanum birtast allskonar verkefni, svo sem frátektarbeiðnir, beiðnir um millisafnalán og áminningar um að endurnýja tímaritaáskriftir. Hér eru ítarlegri leiðbeiningar um verkefnalistann.
Tilkynningar: Landskerfi bókasafna setur reglulega inn tilkynningar í tilkynningagræjuna til þess að láta vita af allskonar breytingum í kerfinu og til þess að benda á nýjar uppfærslur og leiðbeiningar sem hægt er að skoða. Þegar það birtist blátt tákn til hliðar við tilkynninguna er hægt að smella á bláa táknið og fara yfir á aðra síðu með frekari upplýsingum svo sem leiðbeiningasíðu.
Fyrirspurnir og leiðbeiningar: Hér er hægt að senda inn beiðni og leita að leiðbeiningum í gegnum þjónustugátt Landskerfi bókasafna. Hér eru ítarlegri leiðbeiningar um fyrirspurnir og leiðbeiningar græjuna.
Þegar búið er að haka við þær græjur sem eiga að vera á forsíðunni skal smella á x í hægra horninu til þess að loka glugganum.
ATH: Þegar verið er að laga stillingar þá getur verið gott að skrá sig út og inn til þess að stillingarnar taki við sér.
Hægt er að færa græjur fram og til baka á forsíðunni með því að smella efst á græjuna og draga hana til.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina