Frátekt á bók sem er í hillu

Breytt Tue, 23 Apr 2024 kl 09:17 AM

Sjá myndband neðst á síðunni.


Starfsmenn á bókasafni geta séð beiðnir um frátektir frá lánþegum á verkefnalistanum sínum. Hægt er að festa verkefnalistann á forsíðuna sína sjá Græjur


Einnig er hægt að sjá verkefnalistann í efstu valmyndinni sjá Efsta valmyndin.


Á verkefnalistanum sjást þau verkefni sem bíða starfsmönnum safnsins. Ef smellt er á „Aðrar beiðnir“ kemur upp gluggi sem heitir „Sótt í hillu“ þetta þýðir að það eru skráðar beiðnir á bækur sem eru í hillu og það þarf að sækja þær bækur til þess að setja þær á viðeigandi stað.




Ef smellt er á „Sótt í hillu“ er farið inn á síðu sem sýnir lista yfir allar bækur sem eru með einhvers konar beiðni skráða á sig, þar á meðal frátektarbeiðnir sem þarf að sækja upp í hillu. 



Ef þess þarf er hægt að sía listann undir tákninu  >>  Flokkunarvalkostir til vinstri á síðunni.




Til þess að finna frátektarbeiðnir er hægt að velja „Frátekt“. 


Einnig er til að mynda hægt að sía listann eftir endastað. 


Það getur ýmist verið frátektarhilla á sama safni eða annað safn ef lánþeginn hefur óskað eftir að fá eintakið afhent annars staðar." 




Hægt að velja að prenta listann út til þess að auðvelda það að finna bækurnar til. Þá þarf að haka við þær bækur sem á prenta miða fyrir og smella á „Prenta miða“.





Þegar búið er að taka til eintökin sem eiga að fara á frátektarhilluna er farið í „Útlán“ og „Skanna eintök“. 


Það er mikilvægt að passa að taka hakið af „Skrá innanhússnotkun“ áður en eintökin eru skönnuð inn. 


Svo er hægt að skanna inn bækur í „Skanna strikamerki eintaks“.







Þegar búið er að skanna inn eintökin sem voru á listanum fá þau ferilstöðuna „Frátekt“.


Lánþeginn sem bað um frátektina fær sjálfkrafa sendan tölvupóst um að frátektin sé tilbúin til afhendingar.






   





 















 



 


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina