Safn tekur á móti beiðni um millisafnalán

Breytt Wed, 6 Nóv kl 3:22 PM

Almennar upplýsingar um millisafnalán : Millisafnalán - inngangur  




EFNISYFIRLIT


Skref 1 - Beiðni birtist á verkefnalista starfsmanna sem „Aðsendar MSL-beiðnir“.


Þegar bókasafn hefur fengið senda til sín beiðni um millisafnalán birtist beiðnin á verkefnalista starfsmanna undir „Aðsendar MSL-beiðnir“. 





Skref 2 - Fara inn í „Aðsendar MSL-beiðnir“ undir „Útlán eða í gegnum verkefnalista.


Til þess að skoða hvort eintakið sé tiltækt er smellt á „Aðsendar MSL-beiðnir“ og „Nýtt – án úthlutunar“. 


Þá opnast listi yfir aðsendar beiðnir. 



Skref 3 - Smella á beiðnina – titilinn – athuga hvort að eintak sé tiltækt. Sækja eintak í hillu.


Þegar smellt er á titilinn opnast yfirlitssíða þar sem hægt er að skoða hvort að eintakið sé tiltækt á safninu.

Smella svo á X til þess að loka glugganum. 

Næst þarf að sækja eintakið upp í hillu.  



Skref 4 - Smella á„Senda sem áþreifanlegt eintak“ og fylla út form 


Þegar búið er að sækja eintak er farið í þrípunktana hjá titlinum í „Aðsendar MSL-beiðnir“ og smellt á „Senda sem áþreifanlegt eintak“.  




Þá opnast form sem þarf að fylla út.

  


  • Laga skiladag ef þarf
  • Haka við „Prenta miða sjálfkrafa“ ef vill
  • Skanna inn strikamerki eintaksins

Skiladagur er sjálfkrafa 1 mánuður ef reiturinn er tómur. Hægt er að setja inn dagsetningu ef vill. Einnig er hægt að haka við „Prenta miða sjálfkrafa“ ef starfsmaður vill senda kvittun með bókinni. 

Svo þarf að skanna inn strikamerki eintaks og velja „Í lagi“ ef það gerist ekki sjálfkrafa. Þá lokast formið.  


Skref 5 - Pakka inn og senda eintak.  


Næsta skref er að pakka eintakinu inn og setja í póst. 

Ef leitað er að titlinum nú, þá er eins og safnið eigi til eintak í tveimur safndeildum (forðafærslum) þar sem kerfið er búið að útbúa nýja safndeild til þess að lána eintakið til annars safns. 

Eintakið er ekki lengur inni í upprunalegu forðafærslunni en það er komið í sérstaka millisafnalánasafndeild („Resource Sharing“) tímabundið.





Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina