Að taka eintak frá fyrir lánþega

Breytt Tue, 23 Apr 2024 kl 09:17 AM

Sjá myndband neðst á síðunni. 



EFNISYFIRLIT



Í gegnum leit


Til þess að taka eintak frá fyrir lánþega þarf að leita að titlinum. Það er gert með því að fara í leitargluggann og farið í „Áþreifanlegir titlar“.  Aldrei má gera frátekt á eintaki.



Ef eintakið er ekki tiltækt er hægt að taka það frá fyrir lánþegann.




Til þess að taka eintakið frá er farið í þrípunktana og valið „Beiðni“.





  • Nú opnast nýr gluggi og þar skal velja tegund beiðni, „Frátekt“.






  • Hér þarf að skrá lánþegann undir beiðandi.


  • Ef kemur upp gluggi þar sem beðið er um að velja „Lýsingu“ er mikilvægt að velja alltaf „Allt“ nema um fjölbindaverk eða tímarit sé að ræða. Þá er hægt að velja hvaða fjölbindaverk eða tölublað lánþeginn vill taka frá. Athugið: ef lýsing eintaks hefur ekki verið samræmd þá þarf að vita hvaða lýsing er á eintakinu sem bókasafnið á. Þess vegna er mikilvægt að öll bókasöfn noti samræmda lýsingu. 



  • Undir  „Afhendingarstaður“ skal velja þann afhendingarstað sem lánþeginn vill sækja eintakið. Lánþegi getur valið um að fá frátektina afhenta á þeim bókasöfnum sem hann er með lánþegaheimild í. Ef það er ekki til eintak af titlinum á þeim bókasöfnum sem lánþeginn er með lánþegaheimild í þá er ekki hægt að velja afhendingarstað.




Þegar búið er að fylla út upplýsingar er smellt á „Senda inn“ - efst á síðunni.





 

Í gegnum lánþegaþjónustu síðu


Það er hægt að senda inn frátektarbeiðni í gegnum lánþegaþjónustusíðu. Efst á lánþegaþjónustu síðunni skal smella á hnappinn „Senda inn beiðni“.



Svo þarf að smella á hnappinn hægra megin til þess að fletta titlinum upp.



Hér þarf að finna réttan titil og smella á hann. Að lokum skal smella á „Áþreifanlegt eintak lánþega“.




Nú opnast síða þar sem aðeins á eftir að fylla út upplýsingar um afhendingarstað og smella á „Senda inn“. 


  • Ef kemur upp gluggi þar sem beðið er um að velja „Lýsingu“ er mikilvægt að velja alltaf „Allt“ nema um fjölbindaverk eða tímarit sé að ræða. Þá er hægt að velja hvaða fjölbindaverk eða tölublað lánþeginn vill taka frá. Athugið: ef lýsing eintaks hefur ekki verið samræmd þá þarf að vita hvaða lýsing er á eintakinu sem bókasafnið á. Þess vegna er mikilvægt að öll bókasöfn noti samræmda lýsingu. 



  • Undir  „Afhendingarstaður“ skal velja þann afhendingarstað sem lánþeginn vill sækja eintakið. Lánþegi getur valið um að fá frátektina afhenta á þeim bókasöfnum sem hann er með lánþegaheimild í. Ef það er ekki til eintak af titlinum á þeim bókasöfnum sem lánþeginn er með lánþegaheimild í þá er ekki hægt að velja afhendingarstað.






Þegar búið er að fylla út upplýsingar er smellt á „Senda inn“ - efst á síðunni.











 


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina