Til þess að geta notað Rafbókasafnið er nauðsynlegt að vera með gilt lánþegaskírteini hjá aðildarsafni Rafbókasafnsins.
Til þess að skrá sig inn á Rafbókasafnið þarf að vera með notendanafn og aðgangsorð.
Notendanafnið er númer á lánþegakorti lánþegans. Aðgangsorð er það sama og er notað á leitir.is.
Hér eru leiðbeiningar um það hvernig skal bæta við notendanafni fyrir lánþega ef hann er ekki með lánþegakort og hvernig skal breyta um aðgangsorð.
Ath. Lánþegar geta breytt um aðgangorð sjálfir í gegnum leitir.is
Til þess að auðvelda notkun á Rafbókasafninu í síma eða öðru snjalltæki geta lánþegar hlaðið niður forriti sem heitir Libby. Hér eru leiðbeiningar um hvernig skal hlaða niður Libby forritinu.
Lesbretti
Hægt er að lesa bækur Rafbókasafnsins á velflestum tegundum lesbretta, öðrum en Kindle og Storytel. Ekki er hægt að lesa bækur Rafbókasafnsins í Storytel eða Kindle lesbrettum að Kindle Fire undanskildu.
Til þess að lesa bók frá Rafbókasafninu á lesbretti þarf fyrst að stofna Adobe ID-aðgang og sækja og setja upp Adobe Digital Editions forritið á tölvu. Bókinni er svo hlaðið niður á tölvuna, hún opnuð í Adobe Digital Editions og færð þaðan yfir á lesbrettið.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina