Hægt er að draga út margskonar lista úr kerfinu og vista sem Excel skjal. Það þarf að vera með augun opin fyrir tákni af blaði með ör sem vísar til hægri.
Þegar þetta tákn er til staðar er hægt að draga út lista af því sem er á skjánum og vista sem excel skjal.
Þegar smellt er á takkann koma oftast upp möguleikarnir „Excel (núverandi yfirlit)“ og „Excel (allir reitir)“.
Núverandi yfirlit þýðir að skjal verður dregið út með öllum upplýsingum sem koma fram á síðunni, þ.e.a.s með öllum reitum sem hafa verið valdir í tannhjólinu.
Allir reitir þýðir að skjal verður dregið út með öllum mögulegum reitum sem hægt er að velja í tannhjólinu.
Að geta dregið út lista getur hentað á mörgum mismunandi stöðum í kerfinu, til að mynda er hægt að prenta lista yfir leit sem hefur verið framkvæmd, bækur í frátektarhillu og útlán og skil lánþega.
Listi yfir bækur sem lánþegi er með í láni
Til þess að prenta út lista yfir útlán lánþega þarftu að leita að lánþeganum í „Umsjón með lánþegaþjónustu“.
Gæta þess að vera með valið „Öll útlán“ en ekki bara „Útlán í þessari lotu“ til þess að sjá heildarlista af því sem lánþeginn er með í láni.
Þá er hægt að smella á táknið sem sýnir blað með ör til hægri og velja hvort eigi að vista skjal með núverandi útliti eða alla reiti.
Athugið hægt er að stilla hvaða reitir eru sýnilegir með því að smella á tannhjólið, velja viðeigandi reiti og smella á „Lokið“.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina