Forðafærslur fyrir áþreifanleg viðföng og stillingar

Breytt Tue, 14 Jan kl 12:48 PM

EFNISYFIRLIT



Hér eru nánari útskýringar á því hvað liggur á bakvið hverja leit í Gegni. 


Áþreifanleg forðafærslu leitin er aðeins að leita að forðafærslum sem eru til í þínum safnakjarna. Forðafærsla er titill og safndeild á tilteknu bókasafni. Undir forðafærslum sitja svo eintök, hér eru nánari útskýringar á forðafærslum


Það er hægt að nota forðafærslu leitina til þess að skoða hvað er tiltækt á safninu, breyta forðafærslum og til þess að eyða út mörgum eintökum undir tiltekinni forðafærslu.


Niðurstöður í forðafærslu leit sýna línu fyrir hverja forðafærslu í safnakjarnanum. Niðurstöðurnar sýna upplýsingar um forðafærsluna, t.d. titil, safndeild og raðtákn og einnig hversu mörg tiltæk eintök eru undir hverri forðafærslu.



Að sía leit

Aðeins er hægt að nota síunina í forðafærsluleitinni til þess að sía eftir Bókasöfnum eða Tegund raðtákns“. Athugið að síunin festist einungis inni fyrir þessa tilteknu leit, um leið og önnur leit er gerð þá dettur síunin út. Til þess að festa inni leit að efni í tilteknu bókasafni þarf að nota Valin söfn“, sjá hér

 


Ef flokkunarvalkostirnir sjást ekki gæti þurft að smella á örvarnar til hægri.




Aðgerðir

Hægt er að vinna mismunandi aðgerðir undir hverri færslu. Aðgerðir sem birtast fara eftir heimildum hvers starfmanns. 



Aðeins er þörf á að nota örfáar aðgerðir af því sem er í boði á þessum lista. Hér koma upplýsingar um algengustu aðgerðir. 

Breyta opnar þá tilteknu forðafærslu í lýsigagnaritlinum. Einungis þeir sem eru með réttar heimildir geta breytt færslum. Með því að breyta forðafærslunni er verið að breyta upplýsingum um öll eintök undir þeirri forðafærslu.

Skoða sýnir forðafærsluna.

Skoða eintök sýnir öll eintök undir forðafærslunni

Færa í lýsigagnaritil færir forðafærsluna yfir í lýsigagnaritilinn án þess að opna hana.

Tengja innkaupapöntunarlínu notað t.d. þegar verið er að tengja forðafærslur inn í pöntunarlínu þegar verið er að setja upp tímaritaáskrift, sjá hér.

Eyða eyðir forðafærslunni, ekki er hægt að eyða forðafærslum ef að eintök liggja í forðafærslunni, sjá nánari leiðbeiningar hér



Stillingar

Í forðafærsluleitinni er bæði hægt að skoða allar forðafærslur í listayfirliti eða með tvískiptum skjá. Hægt er að stilla hvernig niðurstöður birtast í leitinni með því að smella á hnappinn í hægra horninu. 




Listayfirlit

Í listayfirliti þá er lína fyrir hverja forðafærslu. 



Ef smellt er á ákveðna forðafærslu þá opnast upplýsingar um þá forðafærslu í nýjum glugga. Í þeim glugga eru ítarlegri upplýsingar um forðafærsluna, þar á meðal eintökin, einnig sjást allar aðgerðir efst á skjánum sem annars birtust til hliðar í listayfirlitinu. Smella skal á „Aftur í lista“ eða á X til þess að komast til baka í listayfirlitið.



Skiptur skjár

Í skiptum skjá þá er bæði verið að nota listayfirlit og upplýsingaskjáinn. Vinstra megin er listayfirlit yfir forðafærslurnar og hægra megin eru ítarlegri upplýsingar um hverja forðafærslu. Smella þarf á forðafærslu vinstra megin og þá sýnir glugginn hægra megin upplýsingar um þá forðafærslu.

 


Hægt er að stækka og minnka upplýsingaskjáinn með því að smella á punktana og draga skjáinn til. Einnig er hægt að stækka skjáinn alveg með því að smella á örvarnar.



Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina