Að festa inn leit í tilteknu bókasafni

Breytt Wed, 27 Nóv kl 3:19 PM

Til þess að vista leit í tilteknu bókasafni eða bókasöfnum í hvert skipti sem þú leitar að einhverju áþreifanlegu efni þá þarf að smella á „Valin söfn“ í síunarlistanum til vinstri. 



Hér er hægt að velja það bókasafn eða þau bókasöfn sem þú vilt sjá niðurstöður fyrir og smella á „Nota“ neðst í listanum.



Einnig er hægt að leita að bókasöfnum í leitarglugganum efst uppi.



Nú mun leitarniðurstaðan einungis sýna niðurstöðu fyrir leit í því bókasafni eða þeim bókasöfnum sem hafa verið valin í hvert skipti sem áþreifanlega leitin er notuð. 


ATH: Stillingin vistast fyrir allar áþreifanlegar leitir, þ.e.a.s. titla, forðafærslu og eintakaleit.


Leitarsíunin sést alltaf undir „Valin söfn“.



Til þess að losna við síunina þarf að smella aftur á „Valin söfn“ og velja „Hreinsa allt“.

 


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina