Leit í Gegni - hvernig finnum við efni?

Breytt Thu, 28 Nóv kl 11:50 AM


Sjá myndband neðst á síðunni.


 

EFNISYFIRLIT


Allir titlar

„Allir titlar“ leitin er eina leitin sem hægt er að nota til þess að leita að efni upp í landskjarna og heimskjarna. Í landskjarnanum er samskrá Gegnis og sameiginlegi gagnagrunnur okkar. Þar er til dæmis allt sem er í opnum aðgangi og allt rafræna efnið. Greinifærslur voru keyrðar niður í alla safnakjarna nema grunnskólasafnakjarnann.


Þegar leitað er í „Allir titlar“ þá er aðeins verið að leita að titli og því er ekki hægt að sía niðurstöður niður í að leita að efni á einstöku bókasafni. Hinsvegar ef þú átt til forða af þeim titli sem er leitað að þá birtist bókasafnið þitt efst í leitarniðurstöðunum.  


Hægt er að nota „Allir titlar“ leitina til þess að leita að titlum sem þarf að panta fyrir bókasafnið. Ef titilinn finnst ekki í safnakjarnanum er hægt að fara upp í landskjarna og leita þar. 


Einnig er hægt að nota „Allir titlar“ til þess að leita að rafrænu efni og efni í opnum aðgangi í landskjarnanum.

 

Áþreifanleg leit

Áþreifanleg leit er leit í áþreifanlegum titlum, forðafærslum og eintökum. Áþreifanleg leit er allt efni sem er með strikamerki þ.e.a.s. allt fýsískt efni á safninu. Þegar verið er að nota áþreifanlega leit er aðeins verið að leita í efni sem er til í safnakjarnanum. 


Áþreifanlega leitin skiptist í þrjá hluta: Áþreifanlegir titlar,  Forðafærslur fyrir áþreifanleg viðföng“ og Áþreifanleg eintök“.


Þessir 3 leitarmöguleikar byggja á uppsetningu gagna í Gegni þ.e.a.s. eintök liggja í forðafærslum sem er samspil á safndeild í bókasafni og titli.


Hægt er að sía niðurstöður niður á bókasöfn með því að nota Áþreifanlegu leitina. Sjá leiðbeiningar hér

 

  • Áþreifanlegir titlar

Áþreifanleg titla leitin gefur niðurstöður fyrir alla titla sem eru til í safnakjarnanum. Það er hægt að nota áþreifanlegu titla leitina til þess að panta efni fyrir bókasafnið en þá er ekki hægt að hoppa upp í landskjarna ef titilinn er ekki til í safnakjarnanum. 


Áþreifanlega titla leitin er einnig notuð til þess að setja frátektir á efni fyrir lánþega. Það er mjög mikilvægt að setja aldrei frátekt á efni í eintaka leit þar sem það riðlar til röðun á frátektarlista.

 

  • Forðafærslur fyrir áþreifanleg viðföng

Forðafærslur fyrir áþreifanleg viðföng skoðar allar forðafærslur sem eru í boði í safnakjarnanum. Forðafærsla er titill og safndeild á tilteknu bókasafni. Undir forðafærslum sitja svo eintök. 

Niðurstöður í forðafærslu leit sýna því línu fyrir hverja forðafærslu í safnakjarnanum. 


Það er til dæmis hægt að nota forðafærslu leitina til þess að skoða hvað er tiltækt á safninu, breyta forðafærslum og til þess að eyða út mörgum eintökum undir tiltekinni forðafærslu.

 

  • Áþreifanleg eintök

Áþreifanleg eintaka leitin sýnir niðurstöður fyrir öll eintök sem eru til í safnakjarnanum. 


Það er gott að nota eintaka leitina til þess að breyta eintökum, eyða út eintökum, skoða upplýsingar um tiltekin eintök svo sem útlánasögu og til þess að skoða í hvaða feril eintakið er þ.e.a.s. hvort það sé í útláni, í frátektarhillu eða hvort það sé týnt sem dæmi.

 





Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina