Ítarleg leit

Breytt Wed, 6 Nóv kl 1:32 PM

Hægt er að nota ítarlegu leitina á margvíslegan máta en með ítarleitinni er hægt að velja nokkra leitarmöguleika og sameina þá til þess að finna margskonar efni, svo sem til þess að skoða útlánalista, fá upplýsingar um bekkjarsett og fleira. 


Hvernig virkar ítarlega leitin?

Til þess að opna ítarlegu leitina þarf að smella á stækkunarglerið vinstra megin við leitargluggann. 



Við þetta opnar ítarlega leitin. Athugið að þegar ítarlega leitin opnar þá tekur hún mið á hvað var í leitarglugganum þegar smellt var á stækkunarglerið. Í þessu tilfelli "Allir titlar".



Alveg eins og með einföldu leitina þá er hægt að leita í safnakjarnanum sínum, upp í landskjarna og í heimskjarnanum. 

 


Leitarmöguleikarnir sem eru í boði í glugganum breytast eftir því í hverju er verið að leita. 



Hægt er að skrifa inn í leitargluggann það sem verið er að leita að og smella svo á viðeigandi leitarmöguleika, sem dæmi "Bókasafn". 

Með því að nota + takkann hægra megin við leitargluggann er svo hægt að bæta við fleiri leitarefnum, t.a.m. þegar verið er að leita að einhverju í sérstöku bókasafni.



Hægt er að nota miðjudálkinn til þess að aðstoða við leit. Eftirfarandi leit skoðar sem dæmi efni í Akurskóla þar sem höfundur heitir Þorgrímur en er ekki Þráinsson. 



Mikilvægt er að átta sig á hvað liggur á bakvið hvern leitarmöguleika. Eftirfarandi leiðbeiningar útskýra muninn á titla, forða og eintakaleit.


Sem dæmi þá er hægt að leita að eintökum í tiltekinni safndeild. Eftirfarandi leit finnur öll eintök í Akurskóla sem eru í safndeildinni "Kennarahilla". Ath. að hér er búið að breyta leitinni í "Áþreifanleg eintök" til þess að fá lista yfir öll eintök. Ef leitað er í titla eða forðaleit mun leitin skila allt öðruvísi niðurstöðum.


 

Til þess að útbúa lista yfir sérstaka leit er hægt að draga út Excel skjal með niðurstöðunum, sjá 




Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina