Frátekt sem birtist ekki á verkefnalista vegna skila í sjálfsafgreiðsluvél

Breytt Mon, 18 Nóv, 2024 kl 1:14 PM

EFNISYFIRLIT


Þessar leiðbeiningar eiga við um stærri söfn sem að nota sjálfsafgreiðsluvélar. 


Frátektir sem er skilað í sjálfsafgreiðsluvél birtast ekki á verkefnalista og því þarf að gera sérstaka leit til þess að finna þær frátektir. Því miður býður kerfið ekki upp á ítarleit fyrir beiðnir þannig að það er ekki hægt að setja saman leit eða mengi sem inniheldur beiðnir. 


Leit með síunum í Gegni - 

Skref 1 - 

Fara í útlán og smella á „Fylgjast með beiðnum og ferlum eintaka 




Skref 2 - 

Sía listann eftir „Frátekt“ (undir kaflanum „Tegund beiðni/ferlis“)




Skref 3 - 

Sía listann eftir „Setja eintak í flutning“ (undir kaflanum „Skref í verkflæði“)  




Skref 4 - 

Sía listann eftir afhendingarstað, t.d. Borgarbókasafnið Kringlan




Skref 5 - 

Á þessum niðurstöðulista þarf að finna beiðnir þar sem „Útlánaborð með umsjón“ er sem dæmi BBKAA Sjálfsafgreiðsluvél. Það getur verið gott að stilla síðuna á að sýna 50 niðurstöður, og svo er hægt að nota Ctrl+F til að leita á vefsíðunni. Með þessu finnast eintök sem var skilað í sjálfsafgreiðslu í Kringlu og eiga að fara í frátektarhillu í Kringlu. 




Skref  6 - 

 

Næstu skref eiga aðeins við ef um útlánasamstarf er að ræða (t.d. á höfuðborgarsvæðinu eða þar sem eru fleiri en eitt bókasafn í sama sveitarfélagi). Hér er Borgarbókasafnið tekið sem dæmi. 


Nú þarf að fjarlægja síuna fyrir afhendingarstað til að geta síað inn annað safn, t.d. Grófina, og leita aftur að BBKAA Sjálfsafgreiðslu undir Útlánaborði með umsjón. Þá finnast eintök sem var skilað í sjálfsafgreiðslu í Kringlu, en eiga að fara niður í Gróf svo lánþeginn geti sótt þar. 




Skref 7 - 

Endurtaka nr. 6 fyrir öll söfn í útlánasamstarfinu. 



Að draga út excelskjal til þess að sía og leita -

Einnig er hægt að draga út Excel lista og nota Excelskjalið til þess að sía listann. Það er gert með því að framkvæma fyrstu 3 skrefin hér að ofan og draga niðurstöðurnar út í Excel með því að smella á blaðið með örina til hægri. 


Þá er hægt að finna dálkinn „Útlánaborð með umsjón“ (passa að rugla ekki saman við „Bókasafn með umsjón“) og nota filterinn í Excel til að haka við allar sjálfsafgreiðslur í útlánasamstarfinu. 

 


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina