Sjá myndband neðst á síðunni.
Þegar gögnum er skilað í „skila eintökum“ glugganum birtast alltaf upplýsingar um hvert gagnið á að fara í glugganum „næsta skref“. Ef um frátekt er að ræða þá kemur upp gluggi sem segir að eintakið á að fara í frátektarhilluna.
Um leið og eintakið hefur verið skannað inn þá sendist sjálfkrafa tölvupóstur til lánþegans sem segir að gagnið sé tilbúið til afhendingar.
Ef ske kynni að bókin er skönnuð inn í „Skanna eintök“ í staðin fyrir „Skila eintökum“ þá kemur ekki upp gluggi sem segir að um frátekt sé að ræða heldur stendur einungis að endastaður sé „Í frátektarhillu“. Lánþegi fær sendan tölvupóst um að frátektin sé tilbúin.
Athugið þetta á ekki við um bókasöfn sem eru með prentpúka stillta.
Ef kveikt er á virkja flýtiprentun þegar gagni er skilað í „Skila eintökum“ birtist prentgluggi sem spyr hvort eigi að prenta út beiðnamiða fyrir gagnið. Á beiðnamiðanum eru upplýsingar um lánþega, símanúmer og netfang.
Til þess að virkja sjálfkrafa prentun í „Skanna eintök“ þarf að haka við „Prenta miða sjálfkrafa“ annars prentast enginn miði út.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina