Myndband neðst á síðunni
EFNISYFIRLIT
Notendahópur og óvirk lánþegaheimild
Hér fyrir ofan sést dæmi um lánþega sem er ekki skráður í notendahóp. Ef lánþegi er skráður í notendahóp birtist notendahópurinn á milli nafns og kennitölu þegar honum er flett upp undir „Umsjón með lánþegaþjónustu“. Þetta er fyrsta vísbending þess að þessi lánþegi er ekki með lánþegaheimild á safninu.
Önnur vísbending þess að lánþegi er ekki með lánþegaheimild á safninu er sú að þegar farið er inn á lánþegaþjónustusíðu lánþegans þá stendur undir athugasemdir notanda „Notandi er ekki með heimild lánþega í þessu bókasafni eða heimildin er óvirk“.
Það er mjög mikilvægt að lánþegar séu skráðir í réttan notendahóp hjá bókasafninu því annars virka lánþegareglurnar ekki. Það þýðir að lánþeginn mun ekki geta fengið bók að láni á bókasafninu því að kerfið veit ekki hvaða réttindi þessi lánþegi hefur til þess að fá bækur að láni.
Til þess að sjá hvort að lánþegi sé skráður í notendahóp þarf að skoða upplýsingar um lánþegann hægra meginn á skjánum. Ef það stendur ekkert undir „Notendahópur“ (User group) þarf að byrja á því að setja lánþegann í notendahóp.
Hægt er að breyta um notendahóp á upplýsingasíðu lánþegans undir Almenna flipanum.
Mikilvægt er að muna að vista allar breytingar sem gerðar eru í Almenna flipanum áður en farið er yfir í aðra flipa til þess að yfirfara lánþegaupplýsingar.
Athugið að ef verið er að nota lítinn skjá eða of stórt letur geta upplýsingar um lánþega hliðrast til og birtast þá efst uppi í staðinn fyrir hægra megin á skjánum.
Að bæta við lánþegaheimild
Þegar búið er að yfirfara upplýsingar, svo sem netfang, símanúmer, ábyrgðarmann eða bekkjarupplýsingar, er hægt að gefa lánþeganum lánþegaheimild. Það er gert með því að smella á „Bæta við/endurnýja heimild lánþega“ (add/renew patron role). Það þarf að passa að gildistíminn sé réttur áður en smellt er á „Bæta við".
Bann á útlánum - Notandi er ekki með heimild lánþega eða heimildin er óvirk
Ef að lánþegi er ekki með lánþegaheimild á bókasafninu eða kortið er útrunnið þá birtist gluggi ef að reynt er að lána lánþeganum efni. Þar stendur „Notandi er ekki með heimild lánþega eða heimildin er óvirk“.
Það á alls ekki að smella á hnekkja því það þarf að laga vandamálið svo að lánþeginn lendi ekki í erfiðleikum þegar hann kemur á bókasafnið næst.
Í staðinn fyrir að hnekkja er hægt að smella á þrípunktana og velja „Endurnýja“. Þá gerist tvennt, lánþegi fær lánþegaheimild á bókasafnið og bókin lánast út á lánþegann.
Bann á útlánum - Ekki er hægt að lána eintak út
Ef hins vegar lánþegi er ekki skráður í notendahóp og er ekki með lánþegaheimild þá koma tvær villumeldingar. Villumeldingin „Ekki er hægt að lána eintak út“ kemur því að lánþegi er ekki skráður í notendahóp.
Hér má alls ekki smella á hnekkja eða endurnýja.
Það þarf að smella á „Hætta við“ og byrja á því að setja lánþega í notendahóp áður en lánþegi fær lánþegaheimild og bókin lánast út á lánþegann.
Ef þetta er ekki gert í réttri röð þá lánast bókin einungis út á lánþegann í 1 dag.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina