Nemendalistar í Gegni

Breytt Thu, 22 Ág kl 6:54 PM

Mjög mikilvægt er að skila inn rétt uppsettum listum og því skal lesa leiðbeiningar vel til þess að flýta fyrir innkeyrslu.


FRAMHALDSSKÓLAR: Athugið að framhaldsskólar, sem nota INNU, þurfa ekki að senda inn nemendalista. Uppfærsla nemenda er gerð með samtengingu við INNU.
  

GRUNNSKÓLAR OG HÁSKÓLAR:

Leiðbeiningar um skil á listum til innkeyrslu - VINSAMLEGA LESIÐ VIRKILEGA VEL:

  • Gögnin þarf fyrst að draga út úr nemendakerfi skólans, t.d Mentor eða Uglu.
  • Sendið aðeins einn lista fyrir hvern skóla.
  • Munið að hafa bæði nemendur og starfsfólk í listanum. Röðun skiptir ekki máli, það er bæði hægt að hafa listann í stafrófsröð eða einhverri annarri röð. Það sem skiptir máli er að allir séu saman í einum lista.
  • Það er afar mikilvægt að listarnir sem skólarnir senda inn séu í samræmi við sniðmátið sem þarf að nota, því ef í listanum eru rangar lánþegastöður eða dálka vantar í lista getur forritið ekki keyrt listana inn. Í Excel skjalinu verða að vera dálkarnir: Kennitala, Nafn, Lánþegastaða, Bekkjardeild, Netfang, Sími1 og Sími2.
  • Það er allt í lagi þó það séu engar upplýsingar í dálkunum, t.d. þarf ekki að setja inn netfang hjá nemendum, en dálkurinn verður samt að vera í skjalinu, annars stoppar forritið og les enga nemendur inn.
  • Hægt er að sækja rétt uppsett Excel skjal og líma inn. Sjá viðhengi neðst á þessari síðu fyrir sniðmát nemendalista. 
  • Athugið vel að ef netföng eru sett inn í nemendalistana mun tölvupóstur sendast til lánþega frá bókasafnskerfinu við ýmsar aðgerðir, t.d. þegar búið er að setja upp rukkkeyrslur. Af þessum sökum er ekki víst að allir skólar vilji setja netföng inn í kerfið.
  • Þeir skólar sem vilja fá bekkjardeild nemenda og starfsheiti kennara með í lánþegaskrána setja hana eins og áður í dálkinn Bekkjardeild og símanúmer nemenda fara í Sími1 og Sími2, ef aðeins er sett eitt símanúmer fer það í Sími1. Aðeins má hafa eitt netfang eða símanúmer í hverjum reit. Ef setja þerf tvö símanúmer hjá lánþeganum þurfa þau að fara í Sími1 og Sími2 - ekki setja þau bæði saman í annan hvorn dálkinn.
  • Kóði fyrir lánþegastöðu (notendahóp) þarf að vera í skjalinu fyrir hvern nemanda/starfsmann, án hennar er ekki hægt að keyra skjalið inn. Það er mjög mikilvægt að setja rétta lánþegastöðu í dálkana því ef röng staða er sett inn virkjast nemendurnir ekki rétt. Sjá töflu hér að neðan. Athugið að setja inn kóðann, ekki heitið á lánþegastöðunni þ.e. 20 en ekki Grunnskólanemandi yngsta stig
  • Gegnir notar kennitölur án bandstriks, því má ekki hafa bandstrik í kennitölunum í Excel skjalinu.
  • Forritið les úr skráarnafninu hvar eigi að gefa réttindin, því þarf nafnið á Excel skránni að innihalda þær upplýsingar.  Nafnið á skránni þarf að vera sett svona upp: safnakjarni, undirstrik, kóði bókasafns.. Hér er t.d. rétt uppsetning á skráarnafni fyrir Brekkubæjarskóla: grunnsk_bregv.xlsx því skólinn er í Grunnskólakjarnanum og safnakóðinn þeirra er BREGV. Samsteypusafn sem er í Almenningssafnakjarnanum notar alm sem fyrsta lið í skráarnafninu, t.d. alm_kergs.xlsx
  • Forritið getur bara lesið Excel skrár þ.e. skrár sem enda á .xlsx. Skrám á öðru sniði,t.d. .ods eða .csv þarf að breyta í Excel skrár áður en þær eru sendar.
    Kóðar safna eru aðgengilegir á þessari síðu: https://landskerfi.is/um-okkur/bokasofnin
  • Ef lánþegalistarnir sem við fáum eru ekki rétt uppsettir og forritið getur ekki keyrt það inn verðum við að endursenda þá og biðja um rétt uppsett skjal.
  • Sendið listann annað hvort í gegnum verkbeiðnakerfi eða í tölvupósti á hjalp@landskerfi.is.

Vinsamlegast vandið ykkur við skil á listunum til að flýta fyrir innkeyrslu


 Kóðar fyrir lánþegastöður

KóðiHeitiNotað fyrir
20Grunnskólanemi yngsta stigNotað fyrir nemendur á yngsta stigi
21Grunnskólanemi miðstigNotað fyrir nemendur á miðstigi
22Grunnskólanemi unglingastigNotað fyrir nemendur á unglingastigi
29GrunnskólanemiEf ekki eru notaðar lánþegastöður eftir aldri má setja alla nemendur saman í þessa lánþegastöðu
23KennariNotað fyrir kennara ef nauðsynlegt er að aðgreina frá öðru starfsfólki
44Starfsfólk (annað)Notað fyrir starfsfólk skólans, hvort heldur sem er bæði kennara og annað starfsfólk, ef ekki er nauðsynlegt að aðgreina. (Ath: Starfsfólk bókasafns flokkast í annan kóða)
05Starfsfólk bókasafnsNotist bara fyrir starfsfólk bókasafnsins, annað starfsfólk fer í lánþegastöðu 44
34KennslustofaNotað fyrir kennslustofur, bókavagna o.þ.h.
28Stofnun/fyrirt. (Frítt)Notað fyrir aðrar stofnanir, t.d. leikskóla
25Annað/AðrirÞessi flokkur er svo notaður fyrir alla þá sem ekki falla í neinn af flokkunum hér að ofan.


  

TIL MINNIS:

  • Hafið listann samfelldan - engar auðar línur mega vera í listanum
  • Passið að réttir dálkar séu í listanum, jafnvel þó þeir séu ekki allir notaðir
  • Munið að nota kóðann fyrir lánþegastöðurnar, ekki heitið.
  • Röðun nafna í listanum skiptir ekki máli
  • Hafið sjálfstæðan lista fyrir hvern skóla (ekki margir skólar saman)
  • Hafið nemendur og starfsfólk í sama listanum
      

SKYLDUSVIÐ - VERÐUR AÐ FYLLA DÁLKINN ÚT:

Kennitala
Nafn
Lánþegastaða (notendahópur)
  

DÁLKAR SEM MEGA VERA TÓMIR:

Bekkjardeild - Mikilvægt er að hafa upplýsingar um bekkjardeild ef þið viljið geta keyrt út bekkjarlista svo sem fyrir vanskil.
Netfang
Sími1
Sími2

Vegna persónuverndarsjónarmiða er rétt að taka fram að innsend skrá er einungis notuð til að lesa nöfn inn í Gegni. Starfsmenn Landskerfis bókasafna eru þeir einu sem hafa aðgang að skránni og henni er eytt að loknum innlestri.

 



Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina