Tímarit - að eyða út tölublöðum

Breytt Tue, 9 Sep kl 12:50 PM

Það fyrsta sem þarf að gera er að finna forðann með því að leita að ISSN númerinu undir „Forðafærslur fyrir áþreifanleg viðföng“. Ef leitað er eftir titli tímarits er best að setja gæsalappir utan um orðin sem eru slegin inn í leitargluggann.



Það þarf að passa að velja rétta forðafærslu. Gott getur verið að sía listann eftir viðeigandi bókasafni undir flokkunarvalkostir. Sjá leiðbeiningar: Að leita að efni í þínu bókasafni

Þegar rétta forðafærslan er fundin þarf að fara í þrípunktana og velja „Skoða eintök“.



Nú er hægt að sía eintökin eftir „Dagsetning móttöku“ og velja „Ekki móttekið“. Þá sést listi yfir þau eintök sem á eftir að taka á móti.



Ef það kemur í ljós að einhver eintök (tölublöð) á listanum eru ekki til á bókasafninu þarf að eyða þeim úr kerfinu. Nú þarf að haka við þessi tölublöð á listanum, hafa „Umsjón með völdum atriðum“ og velja þar „Fjarlægja eintök“. Síðan skal staðfesta.


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina