EFNISYFIRLIT
- Inngangur
- Skref 1 - Lánþeginn bað um endurnýjun
- Skref 2 - Senda endurnýjunarbeiðni til samstarfssafns
- Skref 3 - Fylgjast með hvort endurnýjun hafi verið samþykkt
Inngangur
Hægt er að hefja endurnýjunarferli millisafnaláns á ýmsan hátt, sjá nánar um endurnýjanir.
Þessi grein gerir ráð fyrir að endurnýjunarferlið hafi byrjað þegar lánþeginn óskaði eftir endurnýjun á leitir.is.
Skref 1 - Lánþeginn bað um endurnýjun
Þegar lánþegi hefur skráð sig inn á leitir.is og óskað eftir endurnýjun millisafnaláns birtast honum skilaboð um að starfsfólk þurfi að vinna úr endurnýjunarbeiðninni.
Starfsmaður getur séð að staða beiðninnar er „Endurnýjun lánþega í gegnum millilið“ (undir Útlán > Útsendar MSL-beiðnir)
- ATH: Því miður birtist endurnýjunarbeiðni frá leitir.is ekki í verkefnalista starfsmannsins
Skref 2 - Senda endurnýjunarbeiðni til samstarfssafns
Starfsmaður á safni lánþegans þarf að áframsenda endurnýjunarbeiðnina til samstarfssafnsins.
Ýta þarf á þrípunktana og velja „Biðja um endurnýjun“
Í forminu þarf að velja inn nýjan skiladag.
Einnig er mikilvægt að setja inn texta í athugasemd til samstarfsaðila til að endurnýjunarbeiðnin birtist í verkefnalista hjá samstarfssafninu.
Ýta svo á hnappinn „Endurnýja“
Beiðnin er nú með stöðuna „Endurnýjunar óskað“
Skref 3 - Fylgjast með hvort endurnýjun hafi verið samþykkt
Þegar samstarfssafnið hefur afgreitt endurnýjunina þá fær beiðnin stöðuna „Endurnýjað af samstarfsaðila“.
Uppfærð skiladagsetning er einnig sýnileg í beiðninni.
Lánþegi hefur sömuleiðis fengið tölvupóst um að millisafnalánið hafi verið endurnýjað.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina