Búið er að festa inn Árslokatölfræðina undir „Greining“. Til þess að komast inn í aðra tölfræðihluta Gegnis sjá : Að opna tölfræði í Analytics
Árslokatölfræði - Eintök
Þegar komið er í skýrsluna opnast sex flipar með valkostum efst á skjánum. Skýrslan opnast á heildaryfirliti fyrir allt landið.
Aðrar skýrlur í boði eru:
Safndeild og efnistegund
- Safndeild og efnistegund eintaks
- Efnistegund eintaks
- Efnistegund bókfræðifærslu
Ferilstaða og safndeild
Aldur eintaka
- Tengt á árinu
- Eintök eftir útgáfuári
Regla eintaks
Titlar og eintök eftir safndeild
Undir flipunum „Safndeild og efnistegund“ og „Aldur eintaka“ eru enn fleiri flipar sem hægt er að skoða.
Útskýringar fylgja hverri skýrslu fyrir sig.
Fyrir þessar skýrslur þarf að velja tiltekið bókasafn sem á að skoða.
Þegar smellt er á annan flipa þá opnast gluggi þar sem þarf að velja safn og ár sem á að skoða. Velja skal bókasafn undir „Library Name“ og árið. Svo skal smella á „Continue“.
Þegar smellt er á næstu skýrslu í öðrum flipa þarf aftur að velja „Continue“. Eftir að hafa valið „Continue“ í tilteknum flipa þá vistast valið. Ef breytt er um valið bókasafn í einum flipa breytist það fyrir alla flipa.
Ef velja á annað bókasafn í flipa sem búið er að velja „Continue“ þá skal velja „Reset“ og „Clear All“ svo skal velja næsta bókasafnið og smella á „Apply“.
Athugið hægt er að skoða tölfræði fyrir mörg bókasöfn í einu með því að haka við mörg bókasöfn undir „Library Name“. Þá sjást sér skýrslur fyrir valin bókasöfn.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina