Aðfangaferlið – kynning

Breytt Wed, 26 Nóv kl 10:13 AM


Í Gegni er ferlið við að bæta við eintaki/eintökum hugsað sem eins konar verkferill á færibandi.

       

Ef ætlunin er að bæta við 7 titlum á safnið þá er öllum 7 titlunum fylgt eftir í gegnum færibandið þar sem að hver verkferill er kláraður í stað þess að fara fram og til baka á færibandinu með hvern og einn titil fyrir sig. 


Verkferlarnir á færibandinu eru 6 talsins: 


Pöntun – Móttaka – Uppfæra raðtákn – Kjalmiðaprentun – Plöstun – > Ljúka ferli.



Smellið á kaflaheitin fyrir neðan skýringarmyndina til þess að fá nánari leiðbeiningar.


 

  • Skref 1 - Finna rétta bókfræðifærslu með því að leita að ISBN númeri (undir Allir titlar í efstu valmyndinni).
  • Skref 2 - Smella á „Pöntun“, annaðhvort í hnöppunum eða í þrípunktunum.
  • Skref 3 - Fylla út pöntunarform.
  • Skref 4 - Bæta við fjölda eintaka, safndeild og eintakastöðu.
  • Skref 5 - Smella á Panta núna“.


  • Skref 1 - Smella á „Taka á móti“ (undir Aðföng í vinstri valmyndinni).
  • Skref 2 - Passa að haka við „Halda innan deildar“.
  • Skref 3 - Sía lista eftir „Allt (nema lokað)“ og vera í flipanum „Einu sinni“.
  • Skref 4 - Haka við titlana sem á að móttaka og ýta á hnappinn „Taka á móti“.


  • Skref 1 - Smella á „Eintök í vinnslu“ (undir Aðföng í vinstri valmyndinni).

  • Skref 2 - Smella á þrípunktana og velja „Breyta eintaki í safnskrá“.
  • Skref 3 - Smella á hlekk fyrir „Forði“ undir „Ritill fyrir áþreifanleg eintök“.
  • Skref 4 - Smella á „Breyta“ undir „Færsluyfirlit“.
  • Skref 5 - Laga raðtáknið fyrir aftan 852. Passa að stroka ekki út $$h.
  • Skref 6 - Smella á „Vista og losa færslu“, fara til baka í „Eintök í vinnslu“.
  • Skref 7 - Aðeins ef það þarf að breyta um strikamerki skal smella á „Fela lýsigagnaritil“.


  • Skref 1 - Smella á „Eintök í vinnslu“ (undir Aðföng í vinstri valmyndinni).
  • Skref 2 - Smella á SpineOmatic appið í „Miðstöð skýjaforrita“.
  • Skref 3 - Haka við þau strikamerki sem á að prenta út.
  • Skref 4 - Velja rétt „layout“ og „template“ og smella á „Print 1 labels“.
  • Skref 5 - Smella á „Yes, clear and start over“ og loka glugganum.


   



Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina