EFNISYFIRLIT
Um námskeiðið
Forsenda fyrir því að sækja námskeiðið er háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræði eða að lágmarki að hafa lokið námskeiðinu „Skipulag þekkingar (UPP112F)“ sem er kennt í Háskóla Íslands eða sambærilegu námskeiði. Auk þessa er skilyrði að að vera starfandi hjá aðildarsafni Gegnis.
Gert er ráð fyrir að kennt verði frá 9:00 – 15:00 alla dagana.
Námskeiðið er staðnámskeið og verður haldið hjá Landskerfi bókasafna, Katrínartúni 4.
Drög að dagskrá:
Dagur 1 – Læra á kerfið:
- Stutt yfirlit um kerfið
- Skráningarumhverfið, kerfishögun og hjálpargögn
- MARC sniðið, Handbók skrásetjara
Dagur 2 – Undirstaða skráningar:
- Kynning á lýsigagnaritilinum í Gegni
- Hagnýtar upplýsingar, skráning
- Frumskráning og færsluveiðar
Dagur 3 – Verkefnavinna:
- Vinnustofa í skráningu – verklegar æfingar
Athugið:
Hverju aðildarsafni Gegnis er heimilt að senda einn starfsmann endurgjaldslaust á skráningarnámskeið en eftir það er námskeiðsgjaldið kr. 59.749 með vsk. á hvern þátttakanda.
Dagsetningar og skráning
Næsta námskeið verður haldið dagana 13-15. október 2025 kl. 9:00 - 15:00 (staðnámskeið hjá Landskerfi bókasafna).
Leiðbeiningar um skráningu á námskeið
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina