Stundum eiga skannar erfitt með að lesa strikamerki sem að kerfið hefur útbúið fyrir nemendur sem eru ekki komnir með íslenskar kennitölur.
Þá þarf að útbúa auka notendanafn sem hægt er að nota sem strikamerki tímabundið þar til að lánþeginn hefur fengið sína kennitölu frá þjóðskrá.
Til þess að útbúa auka notendanafn er farið í „Auðkenni“ á lánþegaþjónustusíðunni.
Smellt á „Bæta við auðkenni" og þar er valið „Auka notendanafn".
Það má alls ekki haka við „Bæta við sem ytra".
Auka notendanafnið þarf að vera einkvæmt í safnakjarnanum þannig að það er best að nota Mentor kennitöluna sem að nemandinn hefur fengið úthlutað.
Svo skal smella á „Bæta við og loka“ og „Vista“ notendafærsluna.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina