Auðkenni

Breytt Wed, 6 Nóv kl 2:52 PM


EFNISYFIRLIT



Strikamerki

Undir „Auðkenni“ á upplýsingasíðu notanda er hægt að sjá upplýsingar um strikamerki lánþega. Strikamerki lánþega er merkt sem „Ytra gagn“ þar sem það er geymt í Landskjarnanum. Allir þeir sem eru sóttir úr Landskjarnanum fá einkvæmt strikamerki. Strikamerki (bæði GE númer og A númer) koma frá Landskjarnanum eins og nöfn, heimilsfang og kyn. Þetta er gert til þess að hver einstaklingur þurfi einungis að nota eitt strikamerki fyrir öll bókasöfn á landinu.


Ef lánþegi týnir kortinu sínu og þarf nýtt strikamerki, þá er hægt að úthluta nýju strikamerki. Velja „Bæta við auðkenni“ og fylla inn í formið sem opnast.

Athugið: Venjulega á aldrei að haka við „Bæta við sem ytra“, en hér er undantekning frá þeirri reglu. Í þeim tilfellum þar sem um er að ræða nýtt strikamerki (t.d. nýtt GE-kort) þá á að haka við „Bæta við sem ytra“.





Auka notandanafn

Undir „Auðkenni“ koma einnig fram upplýsingar um notendanöfn. Það er hægt að útbúa notendanöfn fyrir notanda hvort sem um er að ræða lánþega eða starfsmann Gegnis. 


Starfsmaður Gegnis getur þá notað notendanafnið til þess að skrá sig inn á Gegni. Lánþegi getur notað notendanafn til þess að skrá sig inn á leitir.is.


Athugið: Ef um er að ræða auka notandanafn má ekki haka við „Bæta við sem ytra“.





Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina