Þegar gildistími lánþegaheimildar rennur út þá er mikil hætta á því að lánþegar detti af frátektarlista þegar mismunandi keyrslur fara í gang sem endurraða listunum. Kerfið virkar þannig að það veitir einungis þjónustu ef að lánþegi er með heimild í kerfinu og þar sem lánþegi sem er ekki með gild lánþegaréttindi getur ekki tekið bækur að láni þá eyðir kerfið lánþeganum út af frátektarlista. Lánþegi fær tilkynningu þess efnis að beiðni hans hafi verið felld niður en enga viðvörun um að lánþegaréttindi séu að renna ú og þar af leiðandi getur hann ekki bruðist við áður en frátektinni er eytt.
Til að bregðast við þessu hefur verið útbúin græja sem kallast „Virkar frátektir - kort að renna út“. Græjan listar lánþega með virkar frátektir og gildistíma réttinda sem eru að renna út. Mikilvægt er fyrir öll söfn sem nota frátektir að virkja græjuna og fylgjast með hvort að lánþegar birtast á listanum.
Hér eru leiðbeiningar um hvernig skal virkja græjuna.
ATH: Ef græjan birtist ekki á græjulistanum þá gæti vantað viðeigandi heimild til þess að sjá græjuna. Vinsamlegast hafið samband á [email protected] og biðjið um viðeigandi heimild.
Ef engar frátektir eru í gangi þar sem lánþegaréttindi lánþega er að renna út þá birtir græjan eftirfarandi skilaboð
Ef hinsvegar lánþegi birtist á listanum þá er mikilvægt að bregðast við. Hægt er að framlengja lánþegaréttindi um einhvern tíma eða hafa samband við lánþegann og bjóða honum að endurnýja réttindin sín.
Svona lítur græjan út ef lánþegi er á frátektarlista með útrunna lánþegaheimild eða með lánþegaheimild sem er að renna út. Skýrslan sýnir virkar frátektir þar sem lánþegaréttindi lánþegans sem er að bíða eftir gagninu eru annað hvort runnin út eða eru að renna út. Dálkurinn Dagar eftir af gildistíma lánþegaréttinda sýnir hversu margir dagar eru í að lánþegaréttindin renna út, ef lánþegaréttindin eru nú þegar útrunninn kemur mínus tala sem sýnir hversu margir dagar eru síðan kortið rann út.
Aðeins eru sýndar frátektir þar sem engin dagsetning var sett inn í reitinn „Ekki þörf á eftir“ eða sú dagsetning rann út innan við mánuði frá deginum í dag.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina