Þessar leiðbeiningar miðast við að ferillinn byrji á „verkefnalistanum“.
Einstaka sinnum geta pöntunarlínur farið í gegnum aðfangaferlið án þess að það hafi verið smellt á „Panta núna“. Það sem gerist þá er að pöntunarlínurnar eru fastar í kerfinu og á verkefnalistanum í stöðunni „Í yfirferð“.
Hvers vegna gerist þetta?
- Það gæti hafa gleymst að ýta á „Panta núna“.
- Það hefur verið smellt á „Vista“ í staðin fyrir „Panta núna“.
- Starfsmaður gæti hafa yfirgefið pöntunarlínuna í miðjum klíðum, t.d. til að vinna í útlánum.
- Eintak hefur verið móttekið og aðfangaferlinum lokið án þess að smella á „Panta núna“.
Hvernig er hægt að laga það sem er í yfirferð?
- Skref 1 - Smella á „Yfirferð - án úthlutunar“ á verkefnalistanum
- Skref 2 - Smella á þrípunktana og svo á „Panta núna“.
Skref 1 - Smella á „Yfirferð - án úthlutunar“ á verkefnalistanum
Fyrst skal smella á „Pöntunarlínur“ og svo á „Yfirferð - án úthlutunar“.
Hér eru POL línur sem er fastar á verkefnalistanum en eintökin undir eru komnar upp í hillu. Ef rétt hefði verið farið að þá væru pöntunarlínurnar í stöðunni „Sent“.
Skref 2 - Smella á þrípunktana og svo á „Panta núna“.
Til þess að losa pöntunarlínurnar af verkefnalistanum er nóg að smella á þrípunktana og velja „Panta núna“.
Hægt er að smella á „Endurnýja“ og þá ætti pöntunarlínan að hverfa af litanum.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina