Að sía leit að efni

Breytt Mon, 2 Des, 2024 kl 9:21 AM



Hægt er að stilla áþreifanlega leit þannig að hún leiti aðeins að efni í þínu safni. Þ.e.a.s. „Áþreifanlegir titlar“, „Forðafærslur fyrir áþreifanleg viðföng“ og „Áþreifanleg eintök“.  


 

Að leita að efni í þínu bókasafni fyrir eina tiltekna leit. 

Til þess að leita aðeins að efni í þínu bókasafni fyrir eina tiltekna leit þá er hægt að þrengja leitina með því að nota síunarlistann sem er vinstra megin í leitinni.


Ef glugginn sést ekki þá gæti þurft að festa hann með því að smella á örvarnar vinstra megin á skjánum. Örvarnar birtast neðst í titla og forðafærslu leitinni en efst í eintaka leitinni.

 



Í síunarlistanum birtist bókasafnið sem þú ert skráður á efst á listanum. Hægt er að þrengja leitina með því að smella á nafn bókasafnsins eða haka við þau bókasöfn sem þú vilt sjá leitarniðurstöður fyrir og velja „Nota“. 


Einnig er hægt að leita að bókasafni með því að skrifa heiti bókasafnsins undir „Finna flokkunarvalkost“. 

 

Athugið að möguleikinn að haka við marga síunarhluta í einu er í innleiðingarferli hjá Exlibris og er því enn sem komið er aðeins í boði á einstökum svæðum í kerfinu. Þessi möguleiki er því ekki í boði í eintaka leitinni.


Það sem er valið sést undir „Virkir flokkunarvalkostir“ og hægt er að hreinsa síunina með því að velja „Hreinsa allt“.   



Þegar bókasöfn eru valin af síunarlistanum þá festist síunin ekki inni og í næstu leit mun leitin aftur sýna niðurstöður úr öllum bókasöfnum í þínum safnakjarna



Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina