2. Móttaka titla (Taka á móti)

Breytt Wed, 20 Nóv, 2024 kl 10:10 AM

Sjá myndband neðst á síðunni.


Þegar búið er að panta er farið í að móttaka eintökin. Þetta er gert þegar þú hefur fengið eintökin í hendurnar frá birgjanum eftir pöntun eða strax ef þú ert með eintökin fyrir framan þig.


EFNISYFIRLIT



Skref 1 - Smella skal á „Taka á móti“ (undir aðföng í vinstri valmyndinni).



ATH: Ef að titlar sem verið var að panta birtast ekki í taka á móti þarf að skoða síunina og passa að vera í flipanum Einu sinni. Sjá skref 3. 


Skref 2 - Passa þarf að vera með hakað við „Halda innan deildar“. Þar skal velja næsta skref í ferlinu.

Þegar verið er að vinna með „Taka á móti“ í fyrsta sinn þarf að passa að velja viðeigandi næsta skref í ferlinu. Það er gert með því að haka við „Halda innan deildar“ og velja næsta skrefið í ferlinu. 

Ef ekki er hakað við „Halda innan deildar“ þá skráir kerfið eintökin beint upp í hillu. Þar sem næsta skrefið í ferlinu er að laga kjalmerkingar skal velja „Miðar og prentun 1“ (miðar og prentun 2 getur t.d. verið fyrir stærri söfn þar sem fleiri en einn aðili koma að skráningu). 


Þessar stillingar festast inni og það þarf einungis að gera þetta einu sinni.





Skref 3 - Listi á að vera síaður eftir „Allt (nema lokað)“ og vera í flipanum „Einu sinni“.  


Það þarf að sía listann rétt og passa að vera alltaf með stillt á „Allt (nema lokað)“ til þess að sjá alla titla sem verið var að panta. Einnig þarf að vera í flipanum   „Einu sinni“ þegar verið er að vinna með eintök.




„Staða“ á bókunum á að vera „Sent“


 

ATH: Ef bækur eru í stöðunni „Í yfirferð“ þarf að laga pöntunarlínuna (POL). Sjá leiðbeiningar: Að laga POL línur sem eru í yfirferð

 


Skref 4 - Haka við titlana sem á að móttaka og ýta á „Taka á móti“. Titillinn á að hverfa af listanum.

Næsta skref er að haka við þær bækur sem á að móttaka og ýta á „Taka á móti“. Ekki skal nota hnappinn „Móttaka allt“. 



Nú á það sem hakað var við að hverfa af listanum.


Eftir þennan feril eru titlarnir aðgengilegir á leitir.is en skráðir sem ekki tilbúnir til útláns þar sem þeir eru enn í aðfangaferlinu.


Ef eitthvað er fast á listanum þarf að skoða pöntunarlínuna (POL) og athuga hvort að eitthvað hafi gleymst.




Sjá leiðbeiningar um  næsta skref á aðfangafæribandinu: 


3. Kjalmiðayfirferð (Eintök í vinnslu og lýsigagnaritill)



 





Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina