Að skoða upplýsingar um eintök - svo sem fjölda útlána og feril útlána

Breytt Tue, 23 Apr 2024 kl 09:32 AM

Til þess að skoða upplýsingar um eintök þarf að leita að eintökunum undir „áþreifanleg eintök“. 



Hægt er að stilla allar upplýsingar sem birtast undir eintakaleit með því að smella á tannhjólið í hægra horninu á skjánum.





Upplýsingar sem birtast undir hverju eintaki eru breytilegar og fara eftir því hvar eintakið er staðsett og í hverskonar ferli það er. 





Upplýsingar geta t.a.m. verið:


  • Tegund ferlis   –   Útlán eða annað


  • Skiladagur eintaks ef eintakið er í útláni


  • Tímabundin staðsetning– Ef eintak er skráð í tímabundinni staðsetningu birtist sú staðsetning hér


  • Staða   – hvort eintakið sé á sínum stað eða ekki


  • Verður skilað   – hvenær væntanlegur skiladagur er


  • Reglur eintaks – útlánareglur eintaksins


  • Reglur um tímabundið eintak  – ef eintakið er á tímabundinni staðsetningu þá geta aðrar útlánareglur verið í gildi á meðan


  • „Pantanir    - segir til um hvort það liggi einhverjar beiðnir á þessu eintaki, svo sem frátektarbeiðni eða beiðni um að flytja eintakið.

 


Aðrar upplýsingar


„Aðrar upplýsingar“ sýna ítarlegri upplýsingar um eintakið. Til þess að skoða þessar upplýsingar þarf að smella á „aðrar upplýsingar“ undir eintakinu. 


Fjöldi útlána segir til um hver fjöldi útlána er á eintakinu frá því það var tengt. Þetta eru samanlögð útlán frá gamla kerfinu og nýja kerfinu. 


Fjöldi tilvika um notkun innanhúss – ef hakað er við skrá innanhúsnoktun í skanna eintök þegar eintak er skannað inn þar þá telur það sem fjölda tilvika um notkun innanhúss. 


Útlán sem af er ári eru útlán sem hafa verið á eintakinu á þessu ári.

 


Útlánasaga


Útlánasaga úr gamla Gegni fluttist ekki yfir í nýja Gegni. Það er þó hægt að sjá hvernig staða útlána var við flutning.  


Til þess að skoða útlánasögu eintaks er smellt á „Breyta eintaki“ hjá eintakinu. Ef breyta eintak sést ekki þá er það undir þrípunktunum. 



   

Hér eru tveir flipar sem sýna ítarlegri upplýsingar um eintakið. 



Undir „Athugasemdir um talnagögn 3“ í flipanum "Athugasemdir" stendur Maintenance count sem sýnir hver staða á útlánum var á eintakinu fyrir flutning í nýja kerfið.  


Undir flipanum „Ferill“ er hægt að skoða útlánsögu eintaksins. 



  • Breytingar á eintakisýnir allar breytingar sem hafa verið gerða á eintakinu. Þar með talin útlán.


  • Breytingar á forða“  sýna breytingar sem hafa verið gerða á forðanum sem eintakið er skráð í.


  • Útlánastarfsemi“ sýnir útlánasögu eintaksins í nýja kerfinu. Þar er hægt að sjá upplýsingar um lánþega og hvar eintakið var lánað út.




Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina