Að eyða út eintaki

Breytt Tue, 23 Apr kl 9:32 AM

Til þess að eyða út eintaki þarf að leita að eintakinu undir „Áþreifanleg eintök“. 



Þegar búið er að finna rétt eintak er valið „Fjarlægja“, það gæti þurft að smella á þrípunktana til þess að fá þann möguleika upp. 


Ef „Fjarlægja“birtist ekki gæti verið að það vanti heimildir til þess að eyða út eintökum eða þetta eintak er ekki skráð á þitt bókasafn.




Þegar smellt er á fjarlægja kemur upp gluggi sem spyr „Viltu örugglega fjarlægja eintakið?“, þá skal smella á „Staðfesta“.



Athugið að ekki er hægt að eyða út eintökum sem eru í útláni. 


Þegar verið er að eyða út eintökum og síðasta eintaki er eytt út í forðafærslunni kemur upp gluggi sem spyr hvort það eigi að eyða forðafærslunni út í leiðinni. Það er best að eyða forðafærslu þegar verið er að eyða út síðasta eintakinu því annars situr tóm forðafærsla eftir sem sést á leitir.is.






Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina