Umsjónarsíða lánþega

Breytt Fri, 17 May 2024 kl 01:09 PM


Sjá myndband neðst á síðunni 


EFNISYFIRLIT


Að finna lánþega

Til þess að skoða umsjónarsíðu lánþega er farið í „Útlán“ og þar er valið „Umsjón með lánþegaþjónustu“. 






Þar er hægt að finna lánþega með því að skanna inn lánþegakort, leita eftir kennitölu eða leita eftir nafni. Hafa ber í huga að leit að kennitölu/nafni skilar niðurstöðu þó að aðili hafi ekki verið lánþegi áður þar sem kerfið sækir lánþega beint úr þjóðskrá.


  




Hægt er að smella á klukkuna til þess að fletta upp síðusta lánþega sem leitað var að. 








Umsjónarsíða lánþega

Umsjónarsíða lánþegans opnast sjálfkrafa í útlánaglugga. Ef lánþegi er skráður í notendahóp og með virka heimild á bókasafninu er hægt að skanna hér inn eintök til þess að lána lánþeganum.


Einnig er hægt að smella á flipann „Skil“ og skila eintökum sem lánþegi er með að láni. 


„Beiðnir“ sýnir svo þær beiðnir sem lánþeginn er með skráða á sig, svo sem frátektarbeiðnir. 




Efst er borði með flipunum  „Bæta við/endurnýja heimild lánþega, Breyta upplýsingum notanda", "Senda inn beiðni", Endurnýja bönn/athugasemdir“  og „Lokið“ 




Ofarlega hægra megin er hægt að smella örina við á „Athugasemdir notanda





Þá opnast upplýsingagluggi um lánþegann með ýmsum valkostum.


                                                    

Upplýsingar um notanda sýna upplýsingar  um sektir og gjöld,  kennitölu og notendahóp.    


„Senda aðgerðaskráningu“, þá fær lánþegi sent yfirlit yfir aðgerðir sem hafa farið fram í þeim safnakjarna sem verið er að vinna í. 


„Senda skýrslu um beiðnir - þá fær lánþegi yfirlit yfir þær beiðnir sem hann er með skráðar á sig.


„Senda skilakvittun - þá fær lánþegi senda skilakvittun fyrir þeim bókum sem hann var að skila. 


Athugasemdir notanda svo sem hvort að lánþeginn sé með virka heimild á bókasafninu en einnig birtast hér bekkjarupplýsingar og upplýsingar um ábyrgðarmenn. 




























Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina