Að lána bekkjarsett á milli grunnskóla

Breytt Thu, 5 Sep kl 2:28 PM


ATH: Neðangreindar leiðbeiningar eiga við um bekkjarsett sem eru lánuð milli skóla. 


EFNISYFIRLIT


Til þess að geta haldið utan um lán á milli bókasafna þá þarf að vinna eftir verklagi svo að ekki þurfi að hnekkja lán. Þegar hnekkja er notað þá er ekki hægt að draga út lista yfir útlán, fylgjast með hvaða nemendur eru með bækur úr öðrum söfnum eða skila bókum (án þess að bókin fari í flutning/transit). 


Athugið, aðeins er hægt að fá lánað bekkjarsett á þennan hátt innan sama safnkjarna. Þ.e.a.s. samsteypusöfn geta aðeins fengið lánaðar bækur frá öðrum grunnskólum í ALM safnakjarnanum. Grunnskólar í GRUNNSK geta lánað bækur sín á milli. Til þess að fá lánað á milli safnakjarna skal hafa samband við hjalp@landskerfi.is.


Þegar bókasafn hefur fengið bekkjarsett frá öðru bókasafni þá getur það breytt tímabundið um safndeild á þeim bókum sem bókasafnið er með í láni. Þegar safndeildinni hefur verið breytt þá er t.a.m. hægt að lána nemendum bækurnar án þess að þurfa að hnekkja lánin. Einnig er hægt að keyra út lista yfir bækur sem eru í tímabundinni safndeild.


Að fá lánað bekkjarsett frá öðrum söfnum


Það þarf að byrja á því að fara í „Skanna eintök“ undir Útlán eða Aðföng. Svo skal velja „Breyta upplýsingum um eintak“.

      

Hér þarf að passa að aðeins skal velja „Tímabundið“ og alls ekki „Varanlegt“ undir „Breyta tegund“. Svo þarf að velja safndeildina sem bækurnar eiga að vera í undir „Safndeild“, „Reglur eintaks“ (30 dagar, annarlán o.s.frv.), en einnig er hægt að velja dagsetningu í „Verður skilað“ reitnum (valkostur). Það er þá sú dagsetning sem kerfið mun heimta að fara að koma bókunum aftur í upprunastillingar. Að lokum skal skanna inn öll eintökin sem verið var að fá lánuð.



     

Þegar búið er að skanna inn bekkjarsettin er hægt að lána bækurnar út eins og um væri að ræða eigin bækur.


Ef settar eru inn dagsetningar á tímabundnar stillingar þá mun eftirfarandi gerast þegar dagsetningin er liðin:

  • Ef bókin var í láni þegar dagsetningin rann upp, þá munu tímabundnu stillingarnar detta sjálfkrafa út þegar bókinni er skilað. Bókin heimtar þá að fara í „Flutning“ til síns heimasafns.


  • Ef bókin var í hillu hjá þér þegar dagsetningin rann upp, þá mun hún birtast á verkefnalista hjá þér degi síðar, undir „Sótt í hillu“ og væri þar flokkuð sem beiðni af tegundinni "Endurheimta eintak". Þá ferðu aftur í „Skanna eintök“ – „Breyta upplýsingum um eintak“ og velur „Endurheimta“ í staðinn fyrir „Tímabundið“ undir „Breyta tegund“. Skannar bókina inn, hún hreinsast af tímabundnum stillingum og vill fara heim, í flutning.


 

Ef ekki var sett inn dagsetning í „Verður skilað“ þá þarf að finna til bekkjarsettin þegar komin er tími til að skila þeim á heimasafnið. Þá skal fara aftur í „Skanna eintök“ og velja þar „Breyta upplýsingum um eintak“. Hér þarf að velja „Endurheimta“ undir „Breyta tegund“ og svo skal skanna bekkjarsettin inn.

   



Að fá bækurnar sínar til baka eftir lán til annars safns


Þegar búið er að velja endurheimta fer bókin í „flutning“ yfir á sitt safn. Á heimasafni bókanna þarf starfsmaður að fara í skanna eintök og skanna bækurnar inn, til þess að „móttaka“ eintökin úr flutningi. Þá eru þær tilbúnar að fara aftur upp í hillu.



Að leita að eintökum í tímabundinni safndeild


Það er hægt að leita að eintökum sem eru í tímabundinni safndeild á bókasafninu ykkar með því að nota ítarlegu leitina. 


Til þess að nota ítarlegu leitina skal smella á stækkunarglerið við hliðina á leitarglugganum. Það þarf að passa að leita í „Áþreifanleg eintök“ til þess að fá lista yfir eintökin sem eru í láni. Svo er hægt að velja að leita eftir eintökum sem eru „Í tímabundinni safndeild“. Einnig þarf að velja viðeigandi bókasafn.





Með því að nota þessa leit er hægt að fletta upp öllum eintökum sem eru í tímabundinni safndeild á safninu. Einnig er hægt að fletta upp eintökum eftir titli og í tímabundinni safndeild. 

  

Til þess að sjá hver er með bækur að láni er hægt að smella á „Útlán“. Hér eru leiðbeiningar um hvernig skal svo draga út lista yfir leit sem hefur verið framkvæmd. 

 





Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina