Þegar verið er að gefa börnum lánþegaheimild á bókasafninu er mikilvægt að upplýsingar um forráðamann fylgi barninu.
Til þess að setja inn upplýsingar um forráðamann barns þarf að fletta lánþeganum upp undir „Umsjón með lánþegaþjónustu“.
Á lánþegaþjónustu síðunni er farið í „Breyta athugasemdum“ undir „Athugasemdir notanda“.
Þar opnast síðan í „Athugasemdir“ á upplýsingasíðu notandans. Þá er smellt á „Bæta við athugasemd“.
Það á alls ekki að haka við „Bæta við sem ytra“
Undir athugasemd skal skrifa nafn forráðamanns og kennitölu þess sem er ábyrgðarmaður barnsins. Í „Tegund“ er valið „Almennt“ og í „Eigandi“ er valið bókasafnið sem um ræðir. Svo er smellt á „Bæta við og loka“.
Þá birtist athugasemdin á lista yfir athugasemdir og þá er hægt að smella á „Vista“.
Nú koma upplýsingar um ábyrgðarmann alltaf fram undir „Athugasemdir notanda“ hægra megin á lánþegaþjónustu síðunni.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina