Tvískiptur skjár eða listaútlit í kerfinu

Breytt Mon, 7 Okt kl 12:35 PM

Á mörgum stöðum í Gegni er hægt að stilla skjáinn þannig að hann sýni annaðhvort listaútlit eða tvískiptan skjá. Það er mikilvægt að átta sig á þessum valmöguleika þar sem leiðbeiningar sýna ekki alltaf öll möguleg skjáútlit.


Ef hægt er að stjórna útlitinu er takki sem birtist hægra megin á skjánum þar sem hægt er að velja á milli þess að hafa listaútlit eða tvískiptan skjá.


Tvískiptur skjár

Þetta þýðir að skjárinn mun sýna tvískipt útlit, þ.e.a.s. lista vinstra megin og ítarlegri upplýsingar hægra megin.


Ef smellt er á örina fyrir miðju þá stækkar útlitið hægra megin og sýnir einungis ítarlegri upplýsingar. 



Svo er hægt að fara til baka með því að smella á örina til vinstri, á örina fyrir miðju eða á X.



Listaútlit

Þetta þýðir að skjárinn mun aðeins sýna listaútlit. 




Ef smellt er á eitthvað á listanum þá opnast heilsíða af ítarlegri upplýsingum.

 


Hægt er að smella á örina í vinstra horninu eða á X til þess að fara til baka í listann.



Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina