Nýskráning starfsmanns

Breytt Tue, 15 Apr kl 10:00 AM

Hvort sem um er að ræða hlutastarfsmann eða starfsmann í fullu starfi þarf að sækja um aðgang í Gegni. Mikilvægt er að láta aldrei neinum í té persónulegar aðgangsupplýsingar þar sem aðgangur er tengdur við kennitölu og það þarf að vera hægt að rekja alla virkni í kerfinu. Ekkert hámark er fyrir því hversu margir starfmenn geta verið með aðgang að kerfinu en mikilvægt er að láta vita þegar starfsmaður lætur af störfum svo að hann sé ekki með óþarfa aðgang að kerfinu.


Til þess að sækja um aðgang þarf að senda inn upplýsingar á hjalp@landskerfi.is


Upplýsingar sem þurfa að vera eru:

  • Nafn starfsmanns
  • Kennitala
  • Netfang svo hægt sé að senda starfsmanninum leiðbeiningar um fyrstu innskráningu. 
  • Upplýsingar um hvaða heimildir starfmaður þarf að vera með. Það er mjög gott að senda kennitölu annars starfsmanns með svo hægt sé að afrita heimildir af þeim starfsmanni ef um svipaðar heimildir er að ræða. Þetta flýtir mjög fyrir vinnu.


Allir fastir starfmenn eru settir á póstlista og fá virkjunarpóst á þjónustugáttina en ef talið er að hlutastarfsfólk og afleysingafólk þurfi þann aðgang þá er gott að láta þær upplýsingar fylgja með. 


Með því að vera á póstlista landskerfis fær starfsfólks upplýsingar um tilvonandi kennslu, nýjunga í kerfinu, kerfisbreytingar og fleira. 


Með aðgang að þjónustuvef Landskerfis er hægt að senda inn beiðnir og fylgjast með framvindu beiðna. Ekki er nauðsynlegt að vera með aðgang að þjónustuvefnum til þess að skoða leiðbeiningar. 


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina