Fyrsta innskráning

Breytt Mon, 25 Ág kl 1:49 PM

Sjá myndband neðst á síðunni.



Mikilvægt er að skrá sig inn á réttan safnakjarna og fylgja leiðbeiningum um samsetningu notandaauðkenna (notandanafn og lykilorð/aðgangsorð).


Reglur um notkun notendauðkenna

Allir sem vinna í Gegni þurfa að gera það með sínu persónulega notandaauðkenni (notandanafn og lykilorð/aðgangsorð).


Landskerfi bókasafna býr til notandaauðkenni fyrir starfsmann í kjölfar umsóknar frá honum eða yfirmanni, sé hann til staðar. Sjá nánar í leiðbeiningum um: Nýskráning starfsmanns.


Starfsmaður skuldbindur sig til að hlíta reglum Landskerfis bókasafna um meðferð notandaauðkenna. Í reglunum felst meðal annars að viðskiptamanni eða starfsmönnum hans er ekki heimilt að afhenda notendaauðkennið öðrum en auðkennið er stílað á.


Hvernig geri ég?

Þegar þú hefur fengið aðgang í Gegni er komið að innskráningu. 


1. Fyrst þarf að velja safnakjarna sem bókasafnið þitt er hluti af. Í dæminu hér fyrir neðan er vefslóðin fyrir almenningsbókasöfn. 


Sláðu inn þína kennitölu og notaðu lykilorð/aðgangsorð frá Landskerfi bókasafna, sem sést á myndinni hér fyrir neðan.



2. Næsta skref er að velja sér nýtt aðgangsorð/lykilorð sem verður að uppfylla þessi skilyrði: 


  • Vera að lágmarki 8 stafir að lengd (tölustafir og bókstafir).
  • Ekki innihalda séríslenska stafi (t.d. á eða ð).
  • Einn hástafur og einn tölustafur þurfa að vera með.




3. Að lokum þarf að búa sér til auka notandanafn til að nota við innskráningu í framtíðinni. Ekki á að nota kennitölu til að skrá sig inn þegar kerfið er komið í notkun hjá nýjum starfsmanni.


Auka notandanafn þarf að uppfylla þessi skilyrði: 

  • Engin bil leyfð.
  • Aðeins lágstafir leyfðir.
  • Séríslenskir stafir eru í lagi.
  • Þeir sem eiga persónuleg notandanöfn í núverandi kerfi eru hvattir til að nota þau áfram.


Sjá nánari leiðbeiningar um: Auðkenni - strikamerki og auka notanda nafn


Ítarlegri leiðbeiningar um fyrstu innskráningu er að finna í viðhengi neðst á þessari síðu.



Geta margir verið skráðir inn samtímis í sömu tölvu?

Já, en þeir sem nota sömu tölvu samtímis mega ekki nota sama vafra. Ef tveir eða fleiri þurfa að nota sömu tölvuna samtímis, þá þarf að passa upp á að einn sé að nota t.d. Chrome og annar Firefox. Eða að einn sé að nota Chrome og annar að nota „incognito“ glugga í Chrome. Þetta er vegna þess að Alma notar vafrakökur, og það getur ýmislegt skolast til ef það er verið að gera sömu eða svipaða hluti í tveim „alveg eins“ vöfrum.




Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina