Athugið
Aðeins skal loka eða segja upp áskrift þegar safn hættir að kaupa viðkomandi tímarit.
Áður en tímaritaáskrift er lokað þarf að vera búið að móttaka öll eintök sem eru komin á bókasafnið (tölublöð/hefti/árgangur).
Að loka áskrift
Til þess að loka áskrift er farið í „Aðföng“ og valið að „Taka á móti“ undir Móttaka og útgáfa reikninga.
Undir „Móttaka á nýju efni“ þarf að velja flipann „Áskrift“ sem á við tímarit. Þar er hægt að sjá öll tímarit sem eru í áskrift.
Hér fyrir neðan má sjá dæmi um tvö tímarit. Annað þeirra er með stöðuna „Virk áskrift“ en hitt „Bíður eftir handvirkri endurnýjun“.
Þegar búið er að finna tímarit sem á að vinna með er smellt á pöntunarlínuna sem byrjar á POL. Þá opnast helstu upplýsingar um viðkomandi tímarit, sjá dæmi á myndinni hér fyrir neðan.
Ef það á að hætta áskrift að tímaritinu er smellt á „Loka“ hnappinn. Þá birtast staðfestingarskilaboð sem verður að staðfesta/samþykkja. Nú hverfur áskriftin af listanum í „Taka á móti“ undir Aðföng og pöntunarlínunni hefur verið lokað.
Ef „Loka“ hnappur virkar ekki er líklegast að pöntunarlína tímaritsins sé í stöðunni „Bíður eftir handvirkri endurnýjun“.
Ef loka þarf áskrift sem hefur stöðuna „Bíður eftir handvirkri endurnýjun“ þarf að uppfæra dagsetningu áskriftarinnar og ýta á „Vista“ og þá ætti „Loka“ hnappurinn að virka. Dæmi:
Athuga tölublöð tímaritsins
Þrátt fyrir að það hafi tekist að loka áskrift tímarits er vissara að fara yfir eintök tímaritsins og athuga hvort það þurfi að eyða einhverjum eintökum handvikt.
Sjá leiðbeiningar: Tímarit - að eyða út tölublöðum.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina