Að eyða út mörgum eintökum í einu

Breytt Wed, 11 Jún kl 1:56 PM


Tvær mismunandi leiðir eru til að eyða mörgum eintökum í einu.


EFNISYFIRLIT


Að eyða út mörgum eintökum sem eru í sömu forðafærslunni

Hægt er að eyða út mörgum eintökum í einu með því að fletta titli upp í „forðafærslur fyrir áþreifanleg eintök“.



Svo skal smella á þrípunktana á forðafærslunni og velja „Skoða eintök“. Þá opnast rennigluggi.

  



Nú er hægt að haka við þau eintök sem á að eyða út og smella á „Umsjón með völdum atriðum“, þar er hægt að velja „Fjarlægja eintök“.



Þegar smellt er á fjarlægja kemur upp gluggi sem spyr „Viltu örugglega fjarlægja eintakið?“, þá skal smella á „Staðfesta“. 



Athugið að ekki er hægt að eyða út eintökum sem eru í útláni. 



Ef síðasta eintaki er eytt út í forðafærslunni kemur upp gluggi sem spyr hvað eigi að gera við forðafærsluna. Best er að haka við „Eyða bókfræðifærslu (nema annar forði sé til staðar)“. Þá eyðir kerfið forðafærslunni út og ef um er að ræða síðustu forðafærslu í bókfræðifærslunni þá eyðir kerfið bókfræðifærslunni út líka. Annars liggur tóm forðafærsla og mögulega bókfræðifærsla inni í kerfinu. 



Að eyða út eintökum með því að nota appið Quick Delete

Quick delete item er forrit í boði fyrir notendur Gegnis sem gerir það að verkum að hægt er að skanna inn eintök til þess að eyða eintökunum út. 


Til þess að hlaða niður Quick Delete forritinu skal fara í “Miðstöð skýjaforrita” efst í hægra horninu og leita þar að „Quick Delete“. 




Svo skal velja „Virkja“.




Þegar verið er að nota Quick delete þarf að passa að hafa ekki hakað við „Override“.


Einnig er mikilvægt að velja „Delete“ hjá „Holdings“, til þess að eyða forðafærslunni út með síðasta eintakinu. 


Þá þarf að velja „Delete“ hjá „Bibs“. 


Þá eyðist bókfræðifærslan úr safnakjarnanum, ef ekkert annað safn innan hans á eintak.  

Bókfræðifærslan verður samt sem áður áfram til í landskjarna.


Glugginn skal líta svona út áður en byrjað er að skanna inn eintök sem skal eyða út.



Athugið, ekki er hægt að eyða út eintökum úr söfnum sem starfsmaður hefur ekki heimildir í.


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina