Inngangur
Þegar verið er að bæta við gömlum tímaritum þá getur verið flókið að ákveða hvort eigi að bæta við áskrift fyrir þau tímarit sem eru til og eyða út auka blöðum þar sem við á eða hvort eigi að bæta við einu og einu tölublaði í einu.
Kostirnir við að skrá inn tímaritaáskrift er sú að aðeins þarf að skrá áskriftina inn einu sinni og svo að endurnýja árlega. Kerfið býr til samræmdar tímaritaupplýsingar fyrir öll eintökin og aðeins þarf að móttaka eintökin þegar þau eru komin í hús. Það þarf ekki að vera í eiginlegri áskrift til þess að panta tímaritaáskrift. Tímaritaáskrift getur líka þýtt að heillegt ár er keypt á bókamarkaði í lok hvers árs.
Ef á að skrá inn heillegt ár þá getur verið hentugara að útbúa áskrift fyrir það ár. Athugið að ein tímaritaáskrift er einungis fyrir eitt eintak í árgangi, en ef bókasafn á tvö eintök ef hverju tölublaði þá þarf að útbúa tvær áskriftir.
Það getur hentað betur að að skrá stök tímaritaeintök í staðinn fyrir áskrift ef að safnið er ekki heillegt og bókasafnið á aðeins til nokkur eintök í sama árganginum. Að skrá stök tímaritaeintök getur verið meiri handavinna þar sem það þarf að fylla út upplýsingar um hvert og eitt tölublað.
Að bæta við stökum eintökum
Verklag við að bæta við stökum eintökum er mjög svipað og að bæta við bók. Það þarf að byrja á því að leita að tímaritinu með því að fletta ISSN upp undir „Allir titlar“. Svo skal smella „Pöntun“.
Þegar verið er að fylla út upplýsingar fyrir innkaupapöntunarlínu (POL) skal velja:
- Tegund innkaupapöntunarlínu – „Ráðlagt: Prentað tímarit – eitt skipti“.
- Eigandi innkaupapöntunarlínu – viðeigandi safn
- Hlaða úr færslusniði – „Opið: Tímarit – Sýndarbirgir – Enginn sjóður“.
- Haka við – „Úthluta safnskrá handvirkt“
Smella á „Búa til innkaupapöntunarlínu“ og staðfesta þegar skilaboð þess efnis koma upp.
Næst skal bæta við fjölda eintaka. Hér skiptir ekki máli hvaða árgang eða tölublaði er verið að bæta við. Þær upplýsingar eru fylltar út síðar. Hér skal því einungis velja fjölda eintaka sem þið ætlið að tengja að þessu sinni.
Svo skal smella á „Vista“ og þar á eftir „Panta núna“ efst á skjánum.
Næst skal fara í „Taka á móti“ og móttaka tímaritatitilinn sem var verið að tengja.
Athugið þar sem þetta er ekki áskrift þá skal vera í flipanum „Einu sinni“ til þess að móttaka tímaritið.
Mikilvægt er að staðsetningamerkið á tímaritum sé minnsti mögulegi samnefnari fyrir öll eintökin sem eru þar undir. Þ.e.a.s. að staðsetningamerkið sé eitthvað sem öll eintök eiga sameiginleg.
Til þess að laga staðsetningamerkið skal fylgja leiðbeiningum í þessari grein:
3. Kjalmiðayfirferð (Eintök í vinnslu og lýsigagnaritill)
Næst er komið að því að fylla út upplýsingar um tölublöð eintakana. Smella skal á þrípunktana og velja „Breyta eintaki í safnskrá“.
Athugið að það er ekki hægt að sjá þær upplýsingar sem verið er að breyta inn í „Eintök í vinnslu“ heldur einungis inn í hverju eintaki.
Þegar búið er að smella á „Breyta eintaki í safnskrá“ skal fylla út upplýsingar um tölublöðin undir „Almennar upplýsingar“ .
Athugið að þessir reitir virka einungis fyrir tímarit ef að efnistegundin er „Tölublað“.
- Upptalning A – Árgangur eða Nr. (hlaupandi númer)
- Upptalning B – Tölublaða númer
- Tímatal I - Ártal
- Tímatal J - Mánuður
Myndasögusyrpa
Athugið að hér er aðeins hægt að fylla út Upptalning A fyrir Myndasögusyrpuna því að það er eina leiðin til þess að fá Nr. fyrir framan töluna.
Andrés önd
Fyrir Andrés önd er hægt að fylla út alla reiti.
Þegar búið er að fylla út viðeigandi upplýsingar skal smella á „Búa til“ og smella á „Vista“. Ef koma upp staðfestingaskilaboð skal smella á „Staðfesta“.
Það þarf að laga þessar upplýsingar fyrir öll eintök svo er hægt að klára aðfangaferlið. Nú er hægt að klára aðfangaferlið eins og um venjulega bók er að ræða.
Athugið að það þarf að velja tímarita template (sniðmát) til þess að draga upplýsingar úr „Lýsingu“.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina