Sjálfsafgreiðslukerfið er nýtt veflægt kerfi sem Landskerfi bókasafna hefur þróað.
Mikilvægt er að athuga að sjálfsafgreiðslukerfið er aðeins ætlað nemendum í grunnskóla
EFNISYFIRLIT
Mikilvægir punktar um kerfið:
- Öll auðkenni virka, kennitölur, kortanúmer og gervikennitölur.
- Það er ekki hægt að skila í kerfinu.
- Það er hægt að skanna inn fleiri en eina bók í einu.
- Ef verið er að vinna með margar bækur svo sem bekkjarsett er betra að nota Gegni í stað sjálfsafgreiðsluvefsins.
- Það er hægt að lána bók út þó að bókin sé skráð í útlán þar sem kerfið yfirskrifar útlánið.
Þetta á einungis við um grunnskóla í GRUNNSK safnakjarnanum.
Aðrar útlánareglur gilda í safnakjarnanum ALM.
- Það er hægt að læsa kerfinu þannig að aðeins þurfi að nota skanna en ekki mús og lyklaborð. Þetta er val hvers og eins bókasafns, en einnig er hægt að nota kerfið samhliða Gegni.
- Aðeins þarf að stilla kerfið einu sinni og það er þá í gangi þangað til slökkt er á því. Eftir uppfærslur gæti þurft að kveikja aftur á kerfinu, uppfærslur eru tilkynntar inni í Gegni.
- Ef kerfið virkar ekki eins og skyldi er gott að endurhlaða síðuna og stilla kerfið upp á nýtt.
- Fyrir ALM safnakjarna – Það verður að passa að lánþegar séu skilgreindir í rétta notendahópa.
Notendur sem eru ekki skilgreindir í þessa notendahópa geta ekki notað kerfið:
- Unglingur (13-17)
- Barn (0-12)
- Grunnskólanemi
- Grunnskólanemi yngsta stig
- Grunnskólanemi miðstig
- Grunnskólanemi unglingastig
- Kennari
- Starfsfólk (annað)
- Annað/Aðrir
Ef upp koma villur þarf að skoða þær og laga í Gegni. Villuskilaboð:
- „Þessi vél er bara ætluð grunnskólum.“ (Vitlaus notendahópur)
- „Villa kom upp. Prófaðu aftur.“
- „Það er eitthvað að strikamerkinu. Sæktu aðstoð.“
- „Strikamerkið fannst ekki.“
- „Eintakið er ekki til útláns.“
- „Eintakið er skráð hjá öðrum lánþega.“ (safnakjarni ALM)
Athugið að sjálfsafgreiðslukerfið er aðeins hugsað fyrir nemendur þar sem það tekur ekki á flóknari útlánareglum.
Vefslóðin fyrir sjálfsafgreiðslukerfið er: https://api.landskerfi.is/grunnsk
Vinsamlegast ekki dreifa vefslóðinni þar sem þetta er einungis fyrir nemendur í grunnskóla
Kerfið stillt:
Þegar byrjað er að nota kerfið þarf að fara inn í stillingarnar (tannhjól) og stilla kerfið eins og hentar hverju bókasafni. Það eru margskonar stillingar í boði.
Til þess að skrá sig inn í kerfið þarf að velja bókasafnið þitt og lykilorð, en lykilorðið er safnakóðinn fyrir bókasafnið í STÓRUM STÖFUM.
Hægt er að finna safnakóðann á þessari slóð: https://landskerfi.is/um-okkur/bokasofnin
Þegar búið er að smella á „Vista og næsta skref“ opnast síða fyrir stillingar í kerfinu.
Það er hægt að velja um 4 stillingar:
Nota niðurteljara: Það er hægt að velja að vera með niðurtalningu og þá þarf að stilla hversu langur niðurtalningartíminn á að vera. Þegar niðurtalningin er búin þá endurhleður síðan sig yfir á byrjunarsíðu. Ef þið kjósið að nota ekki niðurteljara þarf að prenta út „hreinsa“ strikamerki og skanna það til þess að endurhlaða síðuna.
Hljóð: Hægt er að velja hvort maður vilji að kerfið gefi frá sér hljóð. Ath. að þá þarf að vera kveikt á hljóði í tölvunni. Aðvörunarhljóðmerki heyrist ef villa kemur upp. Ef skönnun tókst þá kemur bjartara hljóð sem líkist hljóðinu sem skanninn gefur frá sér.
Sýna útlán: Valkvæmt er hvort útlánin hjá nemendum sjáist, þá sést hvað nemandi er nú þegar með í láni. Ef ekki er hakað við þennan möguleika kemur aðeins upp bókin sem verið er að skanna inn.
Heilskjár: Ef skjárinn er stilltur á „Heilskjá“ þá er ekki hægt að komast úr honum nema að fara aftur í stillingar og taka hakið af „Heilskjá“.
Þegar búið er að stilla sjálfsafgreiðslukerfið skal velja „Vista og næsta skref“.
Í síðasta glugganum í stillingum þarf að haka við „Virkja sjálfsafgreiðslu“ til þess að virkja kerfið í GRUNNSK.
Grunnskólar í almenningssafnakjarnanum (ALM) þurfa að haka við staðfestingu að þau skilji að þetta sjálfsafgreiðslukerfi er aðeins ætlað til þess að liðka fyrir útlánum á grunnskólabókasöfnum þar sem það tekur ekki á flóknari útlánareglum sem tilheyra söfnum í safnakjarnanum ALM
Svo skal smella á „Vista og næsta skref“.
Þá opnast gluggi þar sem stendur „Sjálfsafgreiðsluvél stillt“. Svo skal smella á tannhjólið til þess að komast inn í kerfið.
Ef ekki var hakað við í loka skrefinu kemur upp gluggi sem segir „Ekki virk“ þegar smellt er á tannhjólið.
Svona er kerfið notað
Byrjað er á að skanna inn strikamerki nemanda:
Ef upp koma villur þarf að skoða þær og laga í Gegni.
Villuskilaboð:
- „Þessi vél er bara ætluð grunnskólum.“ (Rangur notendahópur)
- „Villa kom upp. Prófaðu aftur.“
- „Það er eitthvað að strikamerkinu. Sæktu aðstoð.“
Eftir þrjár villur fer karlinn í fýlu og nemandi fær þá ábendingu um að leita sér aðstoðar.
Þegar nemandi hefur skannað inn strikamerkið sitt birtist ný síða þar sem stendur fullt nafn lánþega og hann beðinn um að skanna inn bókina sína.
Hér á að skanna inn strikamerki bókar:
Ef stillt er á „sýna útlán“ þá koma upp upplýsingar um bækur sem eru í láni og hvenær skiladagur á þeim er.
Ef ekki er stillt á „Sýna útlán“ er síðan auð.
Þegar búið er að skanna inn bókina koma upp skilaboðin „skráning tókst, skannaðu næstu bók“. Ef kveikt er á niðurteljara endurstillir hann sig eftir hvert nýtt útlán.
Ef villa kemur upp þarf að laga villuna í Gegni.
Villur sem geta komið upp í þessu skrefi eru:
- „Strikamerkið fannst ekki.“
- „Eintakið er ekki til útláns.“
- „Eintakið er skráð hjá öðrum lánþega.“ (safnakjarni ALM)
- „Þú ert ekki með heimild. Sæktu aðstoð.“
Næsta skref er að láta niðurteljarann klára eða skanna „Hreinsa“ merkið til þess að fara til baka á upphafssíðuna.
„Hreinsa“ virkar alltaf til þess að endurstilla kerfið og færa það yfir á byrjunarsíðu.
„Hreinsa“ strikamerkið er aðgengilegt á heimasíðu landskerfis í pdf formi og word skjali. Hægt er að vinna meira með strikamerkið í wordskjalinu ef þess þarf.
https://landskerfi.is/sites/default/files/public/hreinsa.docx
https://landskerfi.is/sites/default/files/public/hreinsa.pdf
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina