Athugasemdir

Breytt Mon, 25 Ág kl 10:33 AM


Undir athugasemdir í lánþegafærslunni er hægt að bæta við athugasemdum sem tengjast lánþeganum.   




Athugasemdir birtast bæði í þessum flipa í lánþegafærslunni en einnig á síðunni fyrir „Umsjón með lánþegaþjónustu“ meðan verið er að afgeiða lánþegann. 


Á lánþegaþjónustusíðunni er hægt að smella á „Vinna með athugasemdir“ í rammanum til vinstri.



Þá opnast lánþegafærslan í renniglugga og flipinn „Athugasemdir“ er virkur. Smellið á „Bæta við athugasemd“ til að opna formið fyrir nýja athugasemd.





Hér er t.d. hægt að bæta við ábyrgðarmanni fyrir yngri lánþega og setja inn bekkjarupplýsingar nemenda.


Starfsmaður sér aðeins athugasemdir frá þeim bókasöfnum sem hann er með heimildir í. 


Það má alls ekki haka við „Bæta við sem ytra“. Ef hakað er við það þá flyst athugasemdin upp í Landskjarna og getur horfið við þjóðskráruppfærslu. 



  • Í felliglugga fyrir „Tegund“ skal velja „Almennt“.
  • Í reitnum „Eigandi“ kemur bókasafnið sjálfkrafa. Hægt er að velja annað bókasafn ef starfsmaður hefur heimild í fleiri bókasöfn.
  • Ef lánþeginn á að geta séð athugasemdina á leitir.is má haka við „Notandi getur skoðað“.
    Athugasemdin birtist þá undir „Bönn og skilaboð“ þegar lánþeginn skráir sig inn á leitir.is.
  • Hægt er að haka við „Athugasemd í sprettiglugga“ ef athugasemdin á að vekja sérstaka athygli í hvert sinn sem starfsmaður flettir lánþega upp undir „Umsjón með lánþegaþjónustu“.
  • Til að vista athugasemdina er smellt á „Bæta við og loka“. 



Athugasemdin er alltaf sýnileg í athugasemdarammanum til vinstri á lánþegaþjónustusíðunni, óháð því hvort hún á að birtast í sprettiglugga og/eða á leitir.is.





Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina