Stafrænt bókasafnskort

Breytt Tue, 23 Apr 2024 kl 09:05 AM


EFNISYFIRLIT


Leiðbeiningar um útgáfu stafræns bókasafnsskírteinis

Nú hefur Landskerfi bókasafna í samstarfi við fyrirtækið Smartsolutions útbúið stafræn bókasafnsskírteini sem bókasöfn og lánþegar þeirra geta notað til þess að auðkenna sig. Meðfylgjandi eru leiðbeiningar um þær leiðir sem eru í boði til þess að setja upp bókasafnsskírteini.

Mikilvægt er að athuga að allir (sem eru í þjóðskrá) geta sótt sér bókasafnsskírteini óháð því hvort að þeir séu með lánþegaréttindi á bókasafni eða ekki. Til þess að bókasafnsskírteinið virki t.d. í sjálfsafgreiðsluvél þarf lánþegi að vera með gilt skírteini á því bókasafni sem hann vill nota. Kortið sjálft veitir engar heimildir og virkar eins og plast kortið.

Til þess að lánþegar geti sótt bókasafnsskírteini í símann sinn sjálfir þurfa þeir að vera með rafræn skilríki. Einnig þurfa android notendur að vera búnir að setja upp SmartWallet. Ef lánþegi er ekki með rafræn skilríki eða treystir sér ekki til þess að sækja bókasafnsskírteinið sjálfur þarf hann að fá aðstoð frá sínu almenningsbókasafni við að setja skírteinið upp.

Ath. Þeim bókasöfnum sem þegar hafa innleitt eigin stafrænt bókasafnsskírteini býðst að flytja sig yfir í Landskerfislausnina ef þau svo kjósa. Kerfin geta verið notuð samhliða. Við munum birta leiðbeiningar um það seinna. Neðangreindar leiðbeiningar taka ekki til þess.


Aðgangur bókasafna að Smartsolutions vef

Athugið að til þess að starfsmenn bókasafna geti aðstoðað lánþega við að setja upp bókasafnsskírteini í símann sinn þarf bókasafnið að vera búið að stofna aðgang til þess að nota vef Smartsolutions. Til þess að fá aðgang að Smartsolutions skal senda verkbeiðni á kort@landskerfi.is og óska eftir að fá aðgang að kerfinu. Í verkbeiðninni skal vera netfang sem á að vera skráð fyrir bókasafninu. Mikilvægt er að nota netfang sem tilheyrir bókasafninu en ekki persónuleg netföng starfsmanna.

Þegar búið er að útbúa aðgang fyrir bókasafnið fær bókasafnið boð um að skrá sig inn hjá Smartsolutions á netfang bókasafnsins. Smella skal á „Join“ í tölvupóstinum og þá opnast gluggi þar sem smella skal aftur á „Join“. Þá opnast síða þar sem fylla þarf út nafn, símanúmer og lykilorð fyrir bókasafnið og haka við „I agree to the Terms and Conditions“ svo skal smella á „Register“.

Þegar bókasafnið hefur fengið aðgang að Smartsolutions geta starfsmenn farið að stofna notendur og og haft umsjón með notendum stafrænna bókasafnsskírteina. Athugið að aðgangur að Smartsolutions síðunni sýnir notendur á landsvísu og ekki er því hægt að einangra skírteini við ákveðið safn, s.s. þið sjáið öll skírteini sem eru kerfinu.

Þegar notendur eru stofnaðir þá eru núverandi strikamerki þeirra sjálfkrafa sótt í Gegni. Engin lánþegaréttindi fylgja stafrænu bókasafnskorti eða strikamerkjunum. Lánþegar þurfa að vera með gild skírteini (s.s. lánþegaréttindi) í Gegni til þess að geta notað kortið.

Þegar bókasafn skráir sig inn á https://smartsolutions.is/ er hægt að smella á „Pass templates“ til þess að sjá útlit á bókasafnskortinu sem er í boði hjá Landskerfi bókasafna. Ekki er hægt að breyta útliti kortsins heldur er um að ræða eitt staðlað kort sem verður eins hjá öllum söfnum.

Bókasöfn geta dreift QR kóða og hlekk sem lánþegar geta notað til þess að setja sjálfir upp bókasafnsskírteini en einnig verður kóði og hlekkur í boði á leitir.is. Kóðann og hlekkinn er hægt að nálgast með því að smella á lánþegaskírteinið og síðan á hnappinn „Issuing by codes“.

Þessi síða sýnir tvo möguleika á dreifingu heimasíðu sem þarf að nota til þess að setja upp stafræn skírteini í síma. Fyrri möguleikinn er að afrita hlekk sem hægt er að senda áfram eða setja upp á heimasíðu bókasafna og seinni möguleikinn er að nota QR kóða sem hægt er að hlaða niður og prenta út og hafa aðgengilegan á bókasafninu sínu eða setja upp á heimasíðu bókasafna.

Með því að smella á hlekkinn eða skanna kóðann opnast heimasíða þar sem hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða setja inn kóða sem hægt er að fá hjá bókasafninu til þess að setja upp stafræn bókasafnsskirteini (sjá 3.).

 

Lánþegi sækir sjálfur bókasafnskort í snjallsímann (sjálfsafgreiðsla)

Til þess að geta notað bókasafnsskírteini í símanum þurfa lánþegar að vera með Veskisapp. Þegar búið er að hlaða appinu niður í símann er hægt að sækja sér bókasafnsskírteini.  

Android notendur sækja app sem heitir Smart Wallet í gegnum Play Store.

IOS notendur (Iphone) ættu að vera með app sem heitir Wallet í símanum, ef ekki þurfa þeir að sækja það í gegnum App store.

Á forsíðu leitir.is er frétt um stafrænt bókasafnskort. Þegar smellt er á krækjuna opnast síða sem biður lánþega um að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Einnig er hægt að skanna QR kóðann í fréttinni til þess að opna síðuna.

Ef lánþegi notar tölvu til þess að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þá opnast síða með QR kóða sem hægt er að skanna með símanum til þess að opna skírteinið.

Ef lánþegi notar síma til þess að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum opnast gluggi þar sem hægt er að smella á „Download/Niðurhala“ til þess að hlaða skírteininu niður í símann.

Þegar skírteininu hefur verið hlaðið niður í símann þarf lánþegi að smella á skjalið og velja „Add“ til þess að það opnist í appinu „Smart Wallet“ eða „Wallet“.

Ef lánþegi er ekki með rafræn skilríki þarf hann að fara á bókasafnið sitt og fá aðstoð við að setja upp bókasafnsskírteini þar.

 

Starfsmaður bókasafns aðstoðar lánþega við að setja upp bókasafnsskírteini

Athugið að til þess að geta aðstoðað lánþega við að setja upp stafrænt skírteini í símann sinn þarf bókasafn að vera búið að sækja um aðgang að https://smartsolutions.is/ (sjá Aðgangur bókasafna að Smartsolutions vef - hér að ofan).

Til þess að búa til aðgang fyrir lánþega skal smella á bókasafnsskírteinið undir „Pass templates“. Nú opnast síða sem heitir „Issuing by codes“ smella skal á gluggann „Passes“.

Glugginn „Passes“ er með upplýsingar um lánþega og hverjir hafa fengið úthlutað stafrænu skírteini. Athugið að ALLIR passar á landsvísu birtast hér. Hér er hægt að fletta lánþegum upp með kennitölu, strikamerki eða nafni til þess að athuga hvort að þeir séu nú þegar komnir með virkt skírteini. Það er bara hægt að hafa einn aðgang per kennitölu og verður passinn yfirskrifaður ef hann verður búinn til aftur. Engin villa eða athugasemd birtist.

Nú skal smella á „Actions“ og „Issue a pass“. 

Þá opnast gluggi þar sem hægt er að setja inn kennitölu lánþegans. Þegar búið er að setja inn kennitölu lánþegans opnast gluggi með kóða. Nú þarf að opna hlekkinn, sem er t.a.m. aðgengilegur á leitir.is, í öðrum glugga og setja inn kóðann sem að birtist þar. 

Nú opnast gluggi með mynd af QR kóða sem lánþegi þarf að skanna inn til þess að opna skírteinið í símanum sínum. 

Athugið að til þess að geta notað bókasafnsskírteini í símanum þurfa lánþegar að vera búnir að hlaða niður Veskisappi í símann sinn.


A picture containing logo, graphics, symbol, electric blue 
Description automatically generated



Android notendur sækja app sem heitir Smart Wallet í gegnum Play Store.



A picture containing screenshot, rectangle, clipart, graphics 
Description automatically generated

IOS notendur (Iphone) ættu að vera með app sem heitir Wallet í símanum, ef ekki þurfa þeir að sækja það í gegnum App store.





Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina