Stafrænt bókasafns - lánþegi sækir um kort sjálfur

Breytt Fri, 15 Nóv kl 9:55 AM

Mikilvægt er að athuga að til þess að bókasafnsskírteinið virki þarf lánþegi að vera með gilt skírteini á því bókasafni sem hann vill nota.

Lánþegi sækir sjálfur bókasafnskort í snjallsímann (sjálfsafgreiðsla)


Til þess að lánþegar geti sótt bókasafnsskírteini í símann sinn sjálfir þurfa þeir að vera með rafræn skilríki. Ef lánþegi er ekki með rafræn skilríki þarf hann að fara á bókasafnið sitt og fá aðstoð við að setja upp bókasafnsskírteini þar. Sjá leiðbeiningar hér. 


Til þess að geta notað bókasafnsskírteini í símanum þurfa lánþegar að vera með Veskisapp. Þegar búið er að hlaða appinu niður í símann er hægt að sækja sér bókasafnsskírteini.  

Android notendur sækja app sem heitir Smart Wallet í gegnum Play Store. Einnig er hægt að nota Google Wallet í nýjustu gerðir síma.

A picture containing logo, graphics, symbol, electric blue Description automatically generated

iOS notendur (Iphone) ættu að vera með app sem heitir Wallet í símanum, ef ekki þurfa þeir að sækja það í gegnum App store.

                                                                        A picture containing screenshot, rectangle, clipart, graphics Description automatically generated

Á forsíðu leitir.is er frétt um stafrænt bókasafnskort. Þegar smellt er á krækjuna opnast síða sem biður lánþega um að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Einnig er hægt að skanna QR kóðann í fréttinni til þess að opna síðuna.



Ef lánþegi notar tölvu til þess að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þá opnast síða með QR kóða sem hægt er að skanna með símanum til þess að opna skírteinið.



Ef lánþegi notar síma til þess að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum opnast gluggi þar sem hægt er að smella á „Download/Niðurhala“ til þess að hlaða skírteininu niður í símann.



Þegar skírteininu hefur verið hlaðið niður í símann þarf lánþegi að smella á skjalið og velja „Add“ til þess að það opnist í appinu „Smart Wallet“ eða „Wallet“. 

 





Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina