Stafrænt bókasafnskort - Starfsmaður aðstoðar lánþega við að setja upp bókasafnsskírteini

Breytt Wed, 20 Ág kl 11:23 AM

Mikilvægt er að athuga að til þess að stafræna bókasafnsskírteinið virki þarf lánþegi að vera með gilt skírteini á því bókasafni sem hann vill nota.


Starfsmaður bókasafns aðstoðar lánþega við að setja upp bókasafnsskírteini

Athugið að til þess að geta aðstoðað lánþega við að setja upp stafrænt skírteini í símann sinn þarf bókasafn að vera búið að sækja um aðgang að smartsolutions.is
Sjá leiðbeiningar um: Stafrænt bókasafnskort - Inngangur - Smartsolutions


Til þess að geta notað bókasafnsskírteini í símanum þurfa lánþegar að vera með app fyrir Veski.
Þegar búið er að hlaða appinu niður í símann er hægt að sækja sér bókasafnsskírteini eða fá aðstoð frá starfsmanni.

 

Android notendur sækja app sem heitir SmartWallet í gegnum Play Store. Einnig er hægt að nota Google Wallet í nýjustu gerðir síma.

A picture containing logo, graphics, symbol, electric blue Description automatically generated

iOS notendur (Iphone) ættu að vera með app í símanum sem heitir Wallet. Ef ekki þarf að sækja það í gegnum „App Store“.

                                                                        A picture containing screenshot, rectangle, clipart, graphics Description automatically generated

Til þess að búa til aðgang fyrir lánþega þarf að skrá sig inn á heimasíðu Smartsolutions. Þar skal smella á bókasafnsskírteinið undir „Pass templates“. 



Nú opnast síða sem heitir „Statistics“ smella skal á gluggann „Passes“. 



Glugginn „Passes“ er með upplýsingar um lánþega og hverjir hafa fengið úthlutað stafrænu skírteini. Athugið að ALLIR passar á landsvísu birtast hér. Hér er hægt að fletta lánþegum upp með kennitölu, strikamerki eða nafni til þess að athuga hvort að þeir séu nú þegar komnir með virkt skírteini. 

Hægt er að haka við til þess að sjá auka upplýsingar um lánþega með því að smella á „Select Additional Columns“ og haka við þær upplýsingar sem þú vilt að birtist á skjánum um lánþegann.


Ef lánþegi hefur ekki fengið úthlutað skírteini áður þá birtist hann ekki þegar honum er flett upp í leitinni. 


Þá skal smella á „Issue a pass“. 



Þá opnast gluggi þar sem á að setja inn kennitölu lánþegans og smella á „Save“. Ekki er hægt að setja inn upplýsingar um nafn eða strikamerki lánþegans þar sem þessar upplýsingar eru sóttar úr Gegni með kennitölunni.



Þegar smellt er á „Save“ þá lokast glugginn og lánþeginn ætti að birtast efst á listanum.

Ef að lánþegi hefur fengið úthlutað skírteini en ekki sett það upp í Veskisappið sitt stendur „Unclaimed“.


Ef lánþegi hefur sett upp skírteini hjá sér þá stendur „Active“. 



Næsta skref er þá að smella á „Distribution page“ hægra megin hjá kennitölu lánþegans. 

 


Nú opnast gluggi með mynd af QR kóða sem lánþegi þarf að skanna inn með símanum.


 

Þá opnast gluggi þar sem hægt er að smella á „Download/Niðurhala“ til þess að hlaða skírteininu niður í símann.



Þegar skírteininu hefur verið hlaðið niður í símann þarf lánþegi að smella á skjalið og velja „Add“ til þess að það opnist í appinu „SmartWallet“ eða „Wallet“. 







Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina