Forritið Libby er bókasafnsforrit ætlað til þess að auðvelda fólki að nálgast bókasafns- rafbækur og hljóðbækur sem eru aðgengilegar á vef Rafbókasafnsins.Til þess að geta notað forritið þarf að hlaða því niður á viðeigandi síma eða snjalltæki.
Libby er hægt að nálgast frítt í App Store (iOS), Google Play (Android) og í verslun Microsoft Store (Windows 10).
Ekki er nauðsynlegt að hlaða niður Libby forritinu til þess að geta notað rafbókasafnið. Hægt er að lesa rafbækur og hlusta á hljóðbækur í gegnum vafra.
Fyrsta innskráning notenda
Til þess að geta skráð sig inn á Rafbókasafnið þurfa lánþegar að vera með notendanafn og lykilorð. Notendanafnið er stikamerkið á bókasafnskortinu og lykilorðið er sama lykilorð og er notað á leitir.is. Hér eru nánari leiðbeiningar.
1. Smella á „Yes, I Have A Library Card“
2. Velja „Search For A Library“
3. Skrifa „Rafbókasafnið“ inn í leitargluggann og smella á „Rafbókasafnið“
4. Velja „Sign in With My Card“
5. Finna rétt bókasafn þar sem lánþegi er með gilt lánþegaskírteini
6. Setja númer á bókasafnskorti í „Card Number“ setja aðgangsorð í „Password“ og velja „Sign in“
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina