Leiðbeiningar og verkbeiðnir

Breytt Wed, 18 Jún kl 1:28 PM

EFNISYFIRLIT



Hvernig á að skrá sig inn á þjónustugátt og skoða verkbeiðnir

Fyrst þegar sendur er tölvupóstur á hjalp@landskerfi.is þá fær aðilinn sendan virkjunarpóst um innskráningu á þjónustugátt Landskerfis bókasafna. Til þess að geta skráð sig inn á þjónustugáttina þarf að smella á hlekkinn í póstinum og velja sér lykilorð. 



Kostir þess að skrá sig inn á þjónustugáttina eru að þá er hægt að skoða allar beiðnir sem sendar hafa verið til Landskerfis bókasafna og fylgjast með framgangi beiðna sinna. Eins og er þarf ekki að vera innskráður sem notandi til þess að skoða leiðbeiningar á síðunni. 


Athugið: Innskráning á þjónustugátt Landskerfis bókasafna tengist ekkert innskráningu í Gegni.



Hvernig á að senda inn verkbeiðni

Til þess að senda inn verkbeiðni er hægt að fara á gegnir.freshdesk.com. En einnig er hægt að senda inn verkbeiðni úr Gegni, sjá leiðbeiningar hér


Ekki er nauðsynlegt að skrá sig inn til þess að senda inn verkbeiðni. Til þess að senda inn verkbeiðni er smellt á „Senda inn verkbeiðni.



Ef smellt er á „Senda inn verkbeiðni“ þarf að velja Gegnir - Verkbeiðni“ í felliglugganum og gefa  upp eftirfarandi upplýsingar: Netfang, nafn, viðfangsefni og lýsingu. Einnig er hægt að bæta við „Viðhengi“ og senda skjámynd með til skýringar. 

Sjá: Leiðbeiningar um hvernig er best að taka skjámynd.


Að lokum þarf að haka við Ég er ekki vélmenni“ og velja „Staðfesta“.



Þegar búið er að skrá sig inn þá fyllir kerfið sjálfkrafa inn upplýsingar um netfang og einnig er hægt að velja að setja annan starfsmann í CC ef að fleiri aðilar koma að beiðninni. 


Undir „Mínar verkbeiðnir“ er hægt að sjá beiðnir sem hafa verið sendar inn og í hvaða stöðu þær eru. Hægra megin á síðunni er hægt að flokka verkbeiðnirnar eftir stöðu þeirra.



Beiðnir lokast sjálfkrafa innan nokkurra daga eftir að búið er að setja þær í stöðuna „Leyst“. Með því að smella á beiðnina opnast nýr gluggi þar sem hægt er að svara beiðninni, bæta fólki við eða loka henni með því að smella á „Lokið mál“.




Að finna leiðbeiningar í þjónustugáttinni

Það er hægt að skoða leiðbeiningar með því að smella á Leiðbeiningar“ í efri stikunni eða með því að fara á forsíðuna „Heim“. Leiðbeiningarnar eru flokkaðar undir „Þekkingargrunnur“. Auðveldasta leiðin til þess að finna viðeigandi leiðbeiningar er að nota leitarstikuna. Með því að byrja að skrifa inn það sem verið er að leita að koma upp allar leiðbeiningar sem tengjast orðinu. 

Á forsíðunni er leitarstika sem leitar bæði í verkbeiðnum þínum og leiðbeiningum. Hægt er að velja að leita einungis að greinum, þ.e.a.s. leiðbeiningum. 



Með því að smella á Leiðbeiningar þá er hægt að sjá allar leiðbeiningarnar. Leiðbeiningarnar eru flokkaðar eftir yfirflokkum, undir hverjum yfirflokk eru möppur og inni í hverri möppu eru greinar eða leiðbeiningar. Sumar möppur eru með margar greinar og því gæti þurft að smella á „Sjá allt“ til þess að fá upp allar greinarnar.


Senda inn verkbeiðni úr Gegni

Með því að kveikja á græjunni Fyrirspurnir og leiðbeiningar er hægt að skoða leiðbeiningar og senda inn verkbeiðni úr Gegni.


Sjá: Að kveikja á græju fyrir beiðnakerfið og leiðbeiningar.




Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina