Tímabundin safndeild getur verið notuð á ýmsa vegu. Dæmi eru þegar verið er að útbúa sýningar þar sem þarf að færa eintök tímabundið um safndeild eða þegar grunnskólar lána bekkjarsett á milli bókasafna, sjá leiðbeiningar um bekkjarsett hér. Ef sett er inn dagsetning í reitinn „Verður skilað“ þegar verið er að setja eintök í tímabundna safndeild þá birtist tilkynning um að eintökin vilja fara aftur á sinn rétta stað ef þau eru upp í hillu. Ef eintökin eru í láni þá færast þær sjálfkrafa yfir á rétta safndeild þegar þeim er skilað.
Að skrá eintök í tímabundna safndeild
Það þarf að byrja á því að fara í „Skanna eintök“ undir Útlán eða Aðföng. Svo skal velja „Breyta upplýsingum um eintak“.
Hér skal velja „Tímabundið“ undir „Breyta tegund“. Svo þarf að velja safndeildina sem bækurnar eiga að vera í undir „Safndeild“, „Reglur eintaks“ (30 dagar, annarlán o.s.frv.), en einnig er hægt að velja dagsetningu í „Verður skilað“ reitnum (valkostur). Það er þá sú dagsetning sem kerfið mun heimta að fara að koma bókunum aftur í upprunastillingar. Að lokum skal skanna inn öll eintökin sem verið er að færa.
Þegar búið er að skanna inn eintökin eru þær komnar í nýja tímabundna safndeild.
Ef settar eru inn dagsetningar á tímabundnar stillingar þá mun eftirfarandi gerast þegar dagsetningin er liðin:
- Ef bókin var í láni þegar dagsetningin rennur upp, þá munu tímabundnu stillingarnar detta sjálfkrafa út þegar bókinni er skilað. Bókin færist sjálfkrafa yfir á rétta safndeild.
- Ef bókin er upp í hillu hjá þér þegar dagsetningin rennur upp, þá mun hún birtast á verkefnalista hjá þér degi síðar, undir „Sótt í hillu“ og er þar flokkuð sem beiðni af tegundinni "Endurheimta eintak".
Að endurheimta eintök úr tímabundinni safndeild
Ef bókin er í hillu hjá þér þegar dagsetningin rennur upp, þá mun hún birtast á verkefnalista hjá þér degi síðar, undir „Sótt í hillu“ og er þar flokkuð sem beiðni af tegundinni "Endurheimta eintak".
Til þess að senda eintökin aftur á réttan stað er farið í „Skanna eintök“ – „Breyta upplýsingum um eintak“ og valið „Endurheimta“ í staðinn fyrir „Tímabundið“ undir „Breyta tegund“. Þá eru eintökin skönnuð inn og þau hreinsast af tímabundnum stillingum. Ef um er að ræða eintök sem eru úr öðru bókasafni þá fara þær í ferlið „Flutningur“ annars fara þær aftur upp í hillu.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina